Örvitinn

Hjúskaparlögin og ríkiskirkjan

Í gvuðanna bænum, ekki falla fyrir almannatengslaherferð ríkiskirkjunnar sem komin er í gang vegna nýrra hjúskaparlaga.

Hér er dæmi um spuna starfsfólks biskupsstofu.

Kirkjan hefur verið þátttakandi í samtalinu um hjúskaparlögin vegna þess að trúfélög á Íslandi hafa umboð til að vígja í hjónaband. Innan kirkjunnar – eins og í samfélaginu öllu – hefur grundvallar viðhorfsbreyting gagnvart samkynhneigðum átt sér stað. #

Þetta er rosalegt "newspeak". Hið rétta er að ríkiskirkjan hefur barist gegn breytingum á hjúskaparlögum. Staðreyndin er að engin grundvallar viðhorfsbreyting hefur orðið gagnvart samkynhneigðum innan kirkjunnar, það eru rétt rúmir tveir mánuðir síðan prestastefna kirkjunnar vísaði tillögu um þetta mál til nefndar, frjálslyndu prestarnir töpuðu þá og játuði sig sigraða.

Staðreyndin er að ríkið tók af skarið, hætti að leyfa kirkjunni að stoppa málið eins og hún hefur gert í a.m.k. fimm ár, og breytti hjúskaparlögum þrátt fyrir andmæli kirkjunnar manna. Nú eltist kirkjan við lögin sem búið er að setja en þykist um leið hafa dregið vagninn. Halldór Baldursson túlkaði þetta ákaflega vel.

Biskup þykist nú biðjast afsökunar en hefur hann tekið orð sín til baka? Ég hef ekki séð það. Hann virðist bara leiður á því að fólk hafi tekið þeim illa. Það er alls ekki það sama.

Ekki falla fyrir spunanum.

kristni pólitík
Athugasemdir

Sigurdór - 27/06/10 13:54 #

Baðst hann afsökunar? Fyrirsögnin var (ef mig misminnir ekki) að hann bæði um fyrirgefningu? .. kannski sami hluturinn..? en mér finnst eðlismunur á.

Matti - 27/06/10 14:08 #

Já, það má vera að hann hafi beðist fyrirgefningar, sem væri jafnvel enn falskara.

Fyrirgefið mér fyrir það sem ég hef sagt um samkynhneigð, mér þykir leitt að fólki sárnaði.
ps. Ég er enn sömu skoðunar?

Kristján Atli - 27/06/10 19:08 #

Þessi teiknimynd er frábær. Lýsir betur en mörg orð því sem segja þarf sem oftast um Þjóðkirkjuna.

Dagurinn í dag er gleðidagur fyrir samkynhneigða á Íslandi. Þeir geta þakkað mörgum baráttuglöðum fyrir að hafa lagt lóð á vogarnar í baráttunni fyrir jöfnum réttindum.

Þjóðkirkjan er ekki þar á meðal.

Jón Magnús - 27/06/10 21:50 #

Góð og þörf ábending, ríkiskirkjan er söm við sig, reynir að snúa þessu upp í að þetta hafi verið henni að þakka þegar ekkert er eins langt frá sannleikanum. Þetta eru hræsnarar.

Sindri G - 28/06/10 15:26 #

Af hverju er þessi pistill ekki birtur á forsíðu vantrúar? Frábær grein.

Birgir Baldursson - 28/06/10 23:40 #

Ég leyfi mér að hallast að því að Karl sé í raun frjálslyndur þegar kemur að þessum málaflokki, en hafi verið í þumalskrúfu valdamikilla afturhaldsafla innan kirkju sinnar. Nú þegar búið er að samþykkja lögin er þungu fargi af honum létt og hann getur beðist fyrirgefningar á þeim orðum sem hann varð að láta falla i krafti embættis síns.

Það verður fróðlegt að skoða sjálfsævisögu mannsins þegar fram líða stundir. Hún á eflaust eftir að lýsa því vel hverslags andlegt helvíti þetta embætti var fyrir hann.

Matti - 29/06/10 07:41 #

Mér þykir það ósennilegt, ekki var hann frjálslyndur sóknarprestur. Ekki nema þú gefir þér að hann hafi spilað þessa íhaldssömu rullu alla sína ævi með það að markmiði að verða biskup Íslands.

Ég held hann sé einfaldlega íhaldssamur drullusokkur. Mín kenning er einfaldari ;-)

Birgir Baldurssson - 29/06/10 15:56 #

Æ, var hann ekki bara á prestsárum sínum undir járnhæl föður síns?

Jóhannes Proppé - 29/06/10 16:56 #

Ég held að rakhnífurinn haldi með Matta.