Örvitinn

Þrívíddarsjónvarpsfíflin

3dtv.jpgÉg sá einhverja umfjöllun á netinu þar sem því var haldið fram að slatti af þrívíddarsjónvarpstækjum hefðu selst á Íslandi. Þetta var tekið sem merki um að kreppan hefði ekki haft áhrif á alla eða eitthvað álíka djúpt og merkilegt. Ég nenni ekki að finna fréttina til að vísa á hér, hún var ekki svo merkileg.

Hvað um það, ég þarf að tuða örlítið.

Þeir sem kaupa sér þrívíddarsjónvarp í dag eru fábjánar! Í alvöru talað. Það er ekki verið að senda neitt út í þrívídd, Það eru sárafáar bíómyndir fáanlegar í þrívídd. Þú þarft sérstakan spilara. Þú þarft að vera með gleraugu. Þetta virkar ekki fyrir alla. Það er ekki kominn neinn staðall. Leikjatölvur styðja ekki þrívíddarsjónvörp. Einhverjir ætluðu að sjá HM í þrívídd en sjá ekkert nema flatan skjáinn.

Fólk sem er búið að kaupa sér þrívíddarsjónvarp ætti að skella sér í meðferð þar sem það horfir á myndina sína (þessa einu) í endalausri lykkju þar til það ælir og uppgötvar að græjufíknin tók völdin af því.

Sjálfur er ég dálítið veikur fyrir stórum HD flatskjá en ekki dettur mér í hug að kaupa slíkt tæki fyrr en ég hef aðgang að einhverju HD efni til að horfa á með slíkum skjá. Ég er svo alltof nískur til að kaupa aðgang að slíku efni.

Þess má geta að ég nennti nákvæmlega ekkert að kynna mér efnið fyrir þess kvabbbloggfærslu. Las ekki einu sinni wikipedia færsluna um þrívíddarsjónvarp (sem ég nenni ekki á vísa á) heldur rétt renndi yfir hana.

kvabb
Athugasemdir

sr - 29/06/10 23:09 #

Æi, þeir sem hafa efni á 3d tv hafa líklega efni á sky og öðrum miðlum sem eru að byrja á þessu. Mér er td sagt af fróðum að frá HM séu sendir nokkrir í 3d, fyrir utan að allir eru fáanlegir í hd...

Matti - 30/06/10 07:13 #

Ætli einhver sé kominn með móttakara fyrir 3-d efni frá Sky hér á landi?

Væri svo ekki rétt að bíða eftir þessu firmware upgrade fyrir PS3?

Ég held að þrívíddarsjónvörp séu prump :-)

Bragi Skaftason - 30/06/10 11:30 #

Ég fæ hausverk af 3d.

Þórður Ingvarsson - 30/06/10 13:01 #

Hver kaupir sér sjónvarp á fokking hálfa milljón?! Sirisjöslí. Þetta er sjónvarp!

Ég leyfi mér bara að stórefast um að einhver með viti hafi virkilega keypt þetta, þessi frétt er bara einsog hinn versti spuni frá heimskum rafverzlunarstjórum sem pöntuðu inn þessi fokking þrívíddarsjónvörp.

Hér er ágætis grein um þetta frá cracked.com

Matti - 30/06/10 23:20 #

Þetta er ástæðan fyrir því að það er gaman að blogga. Maður lærir eitthvað nýtt.

Blogg án athugasemda er ekki blogg!

Kalli - 01/07/10 00:05 #

Sjónvörp, þrívíddar eða ekki, eru bara svo djöfulli tuttugustu aldar. 2007 með sítt að aftan.

Matti - 01/07/10 00:10 #

Hvað ert þú - einhver sænskur hippakommnústi? Hvað er lífið eiginlega án sjónvarps?

Freyr - 01/07/10 10:09 #

Það væri sjónvarpslaust.

Ein vinkona mín sagði vinnufélögum sínum frá því að hún ætti ekki sjónvarp og fékk þá þessa spurningu: "Hvað snúa þá húsgögnin að?"

Arngrímur - 02/07/10 23:01 #

Það er gamalt Friendskvót að vísu en allteins satt fyrir því.

Þrívídd er kjaftæði sem ég mun aldrei nenna. Við mígrenisjúklingar viljum hafa sjónvarpið okkar flatt.

Auk þess er alveg nógu raunverulegt að bara drullast útúr húsi ef maður vill upplifa raunverulegan hasar í kringum sig. Ég horfi á sjónvarp til að forðast nákvæmlega það.