Örvitinn

Hvar var gvuð Brasilíumanna?

Ég var ekkert sérlega svekktur þegar Brasilíumenn féllu úr keppni á HM og hafði þó veðjað á að þeir myndu spila úrslitaleikinn - og tapa.

Hefur einhver leikmaður Brasilíu kennt Gvuði um það hvernig fór? Þeir hafa nefnilega verið afskaplega duglegir við að þakka honum þegar þeir sigra síðustu ár.

Ég hætti eiginlega að geta haldið með Brasilíu eftir bænahringinn á HM 2002.

HM 2010
Athugasemdir

Eggert - 04/07/10 00:18 #

Kraftaverkin hjá Gvuði fóru í það, að koma Úrúgvæ áfram í gær.

Bjarki - 04/07/10 00:34 #

Það er skemmtilegt vegna þess að Úrúgvæ er mest "secular" landið í Suður-Ameríku.

Jón Magnús - 04/07/10 02:11 #

Fyrir leikinn með Brasilíu þá fór einhver þulur með einhverja ræðu á portúgölsku og sagði undir lokin "god be with you" eða eitthvað álíka og ég hugsaði strax "þeir tapa" :)

Síðan sagði Maradona að guð vildi að Argentína sigraði í dag og hvað gerðist - þeir töpuðu, skíttöpuðu.

Það virðist ekki vera gott að lofa guð þessa daga.

Matti - 04/07/10 08:16 #

Var að sjá þetta.

Stefán Snævarr - HM hugleiðingar: Guðstrú og fótbolti
Ég hef tekið eftir því að þegar leikmenn utan Evrópu skora þá líta þeir einatt til himna og bera hendurnar eins og þeir væru að þakka Guði. Öðru máli gegnir um evrópska leikmenn, líti þeir í einhverja sérstaka átt þegar þeir skora þá horfa þeir helst á meðspilara sína eða áhorfendur

Björn Friðgeir - 04/07/10 09:47 #

Hroki trúaðra að þakka Guði fyrir sigur, sem auðvitað felur í sér "Ég er meira virði en hinir í augum Guðs" hugsunina finnst mér alger vibbi.

Sirrý - 04/07/10 22:39 #

Sá ekki leikinn en ég sá fréttirnar og fréttaþulan talaði um guð í öðru hverju orði og ég var ekki alveg að skilja afhverju. Var að sjálfsögðu hugsað til þín.

Sirrý - 04/07/10 22:39 #

Sá ekki leikinn en ég sá fréttirnar og fréttaþulan talaði um guð í öðru hverju orði og ég var ekki alveg að skilja afhverju. Var að sjálfsögðu hugsað til þín.

Daníel - 05/07/10 12:14 #

Ég fylgist nú ekki mikið með leikjunum en ég hef gaman af HM-stofunni sem er eftir leikina. Hef einmitt tekið eftir því hvað Þorsteini J er tíðrætt um Guð og messur og fleira í þeim dúr. Varla horfandi á þetta fyrir þessu.