Örvitinn

AMX og upphafning heimskunnar

idiocracy.jpgMér þykir óskaplega leiðinlegt að fylgjast með þróun umræðunnar hjá hægrimönnum á Íslandi. Þeir hafa tekið þá stefnu að eltast við það heimskulegasta frá útlöndum, kópera Fox og virðast líta á Glenn Beck sem fyrirmynd.

Andríki hefur hingað til geta státað af heimskulegustu pistlunum um pólitík á Íslandi en nú eru þeir eins og öfgafullir miðjumenn miðað við fuglana hjá AMX. Hver veit, kannski var það markmiðið hjá AMX allan tímann að færa Andríki nær miðjunni.

Ég hef enga trú á því að allir sem standa að AMX séu vitleysingar. Ég held þvert á móti að þeir séu meðvitað að upphefja heimskuna þar sem þeir gera sér grein fyrir því að málstaður þeirra hefur beðið skipbrot. Í stað þess að endurskoða stefnuna og gera upp við fortíðina kjósa þeir að ráðast á allt og alla í þeirri von að skíturinn festist og dugi til að beina athyglinni frá málefnaskorti. Þeir hafa ekki nýjar hugmyndir, einungis valdaþrá og foringjahollustu - gríðarlega mikla foringjahollustu.

Það er ekkert gáfulegt innihald á AMX. Þetta er allt saman heimskulegt. Maður verður vitlausari af því að lesa þessa vefsíðu. Þess vegna vísa ég ekki á síðurnar í þessari færslu, ég vil einfaldlega ekki gera ykkur þann óleik að senda ykkur þangað. Í hvert skipti sem maður slysast til að lesa fuglahvíslið veit maður minna um heiminn en áður. Sem minnir mig á myndband.

Enda er hvergi hægt að gera athugasemdir, hvorki á vefritunum ná á bloggsíðum sem þeim tengjast. Þessir aðilar eru löngu búnir að fatta að þeir geta ekki varið málstaðinn með nokkrum hætti.

Vefsíðan AMX gæti verið tekið beint úr kvikmyndinni Idiocracy. Það er eins og aðstandendur síðunnar voni að fólk verði sífellt heimskara og að endingu verði aftur eftirspurn eftir þeim. Ekki vegna þess að skoðanir þeirra standist rýni heldur vegna þess að fólk verður heppilega heimskt og hætt að rýna í skoðanir.

Ég hvet aðstandendur AMX til að skoða málin betur, klára að gera upp við fortíðina og reyna að koma með nýjar hugmyndir í stað þess að láta eins og heimskir smákrakkar.

Ég held nefnilega að það sé eftirspurn eftir skynsömum hægrimönnum á Íslandi, hægrimönnum sem eru ekki í því að upphefja heimskuna.

pólitík
Athugasemdir

baddi - 08/07/10 15:01 #

Góður pistill. Mikið er ég sammála þér.

Jón Magnús - 08/07/10 15:01 #

Tek undir með þér, þetta er vitsmunalegt svarthol sem ber að varast annars á maður það á hættu að sogast inn í það!

Andrés - 08/07/10 16:21 #

Ég er alveg svakalega sammála þessu.

Jón Skafti Gestsson - 08/07/10 17:12 #

hjartanlega sammála

Óli Gneisti - 08/07/10 17:19 #

Ég held að heimsmynd AMX/Fox sé sönn, kommanasistar eru að reyna að ná völdunum og Obama, SJS og Jóhanna eru öll leynileg handabendi þeirra.

Gylfi Freyr - 08/07/10 21:29 #

Billy Madison er frábær mynd, ein af þessum fáu sem ég get horft á á hverju ári án þess að fá leið á henni!

Valur B - 09/07/10 10:18 #

Mikið er ég sammála þér, það er ömurlegt hvert umræðan er að stefna. Þetta lið hikar ekki við að níða mannorð af fólki ef þeir telja það gagnast ömurlegum málstað þeirra. Það er einnig ömurlegt hvernig þeim hefur tekist að skíta út alla sem koma fram undir dulnefni, en það gera þeir til að drepa niður gagnrýni. Margir þora ekki að gagnrýna af ótta við atvinnumissi eða að steinn verði settur í götu fólks. Ég setti inn athugasemd hjá nokkrum þekktum Sjálfstæðis-bloggurum undir dulnefni. Ég spurði hvernig fólk gæti heiðarleika síns vegna varið mannaráðningu eins og með son Davíðs sem allir vissu að væri spilling. Ég sagði þeim að heiðarleika míns vegna myndi ég aldrei verja svona lagað. Ég var bannaður hjá Hirti J Guðmundssyni, Sigurði Sigurðssyni, Jóni Val Jenssyni, og meira að segja strigakjafturinn Sverrir Stormsker bannaði mig í kjölfar svona saklausrar athugasemdar. Þeir voru fleiri sem fengu þessa athugasemd og ég var bannaður í kjölfarið ég man bara ekki nöfnin á þeim. Því miður hefur þessu liði tekist að koma óorði á nafnleyndina og ég tel það miður. Auðvitað fara sumir yfir strikið vegna nafnleyndarinnar, en að bannfæra nefnleyndina gerir engum greiða nema frjálshyggju Sjálfstæðismönnum.