Örvitinn

Ræs

Það er lítil hætta á að við sofum frameftir í Bakkaselinu því dugnaðarforkar byrja að berja húsið okkar átta á morgnana. Ég náði samt sofa ótrúlega lengi í dag enda lætin svosem ekkert óskaplega mikil í þetta skipti.

Annars gengur þetta ótrúlega vel og framkvæmdum lýkur vonandi bráðlega, jafnvel í næstu viku.

Ég þarf að rölta hringinn og taka myndir.

dagbók
Athugasemdir

Baddi - 09/07/10 10:06 #

Er verið að skipta um hús?

Matti - 09/07/10 10:10 #

Það liggur við, búið að brjóta helvíti mikið af gamalli steypu og setja nýja í staðin. Þetta var verra en verktakarnir gerðu ráð fyrir.

Siggi Óla - 09/07/10 15:19 #

Bjó í stórri blokk í Breiðholtinu fyrir allmörgum árum sem var verið að taka verulega í gegn sem tók langan tíma og ég dáðist að gríðarlegri tillitsemi iðnaðarmannana sem byrjuðu sjaldnast með hávaða fyrr en eftir níu á morgnana og reyndu svo aftur að vera í fínvinnu eftir að liðið fór að tínast heim úr vinnu á daginn.

Matti - 09/07/10 15:22 #

Þessir gengu enn lengra í tillitseminni og voru með mestu lætin meðan við vorum í útlöndum :-)

Siggi Óla - 09/07/10 23:59 #

Kunningi minn býr í parhúsi í litlu ónefndu bæjarfélagi og eina nóttina var hann með smá gleðskap. Daginn eftir sagði sá í hinum endanum að þetta væri ófært að halda svona vöku fyrir sér, hann hafði vaknað alla nóttina af og til vegna partýláta. Hinn lofaði að gæta sín betur.

Næstu helgi var svo aftur partý hjá honum en allt ákaflega hófstillt, allir sussaðir niður og tónlist á lægsta en þessi ágæti kunningi minn hringdi yfir í nágrannan á klukkutíma fresti alla nóttina til að fullvissa sig um það að ekkert heyrðist og það væri ekkert ónæði :)