Örvitinn

Sjónvarpsauglýsingar einokunarfyrirtækja

Auglýsingar tveggja fyrirtækja vöktu athygli mína þegar ég glápti á HM í Ríkissjónvarpinu.

Annars vegar auglýsi Míla. Til hvers? Ég get ekki keypt þjónustu af Mílu. Afskaplega fáir munu kaupa þjónustu af þessu fyrirtæki og sjónvarpsauglýsingar þjóna því varla miklu tilgangi. Míla er fyrirtæki sem ætti að mínu mati að vera í ríkiseigu.

Hins vegar auglýsti Keflavíkurflugvöllur! Hvað í andskotanum á það að þýða? Það er ekki eins og fólk hafi um eitthvað að velja, ef við viljum yfirgefa landið með flugvél förum við frá Keflavíkurflugvelli (með óskaplega fáum undantekningum) og ekki fer flugstöðin framhjá okkur meðan við bíðum eftir vélinni.

Hvernig stendur á því að þessir aðilar eyða milljónum í auglýsingar?

kvabb
Athugasemdir

Daníel - 13/07/10 10:47 #

En klósettið á langa ganginum, hver á að laga sírennslið í því?

Matti - 13/07/10 10:53 #

Viltu ekki frekar lesa önnur blogg?

Sindri G - 13/07/10 13:01 #

Menn vilja greinilega styrkja RÚV, og kannski stuðla að jákværi ímynd fyrirtækjanna, ímyndarinnar vegna.

Óli Gneisti - 13/07/10 13:08 #

Það er nú eitthvað aðeins flogið frá Akureyri.

Matti - 13/07/10 13:56 #

Sbr. undantekningar :-) En ég efast um að auglýsingar Keflavíkurflugvallar breyti nokkru um það hvaðan eða hvert fólk flýgur.

Svavar Kjarrval - 13/07/10 16:12 #

Míla: Fyrirtæki virðast geta pantað sér þjónustu hjá þeim og fólk rekur fyrirtæki.

Keflavíkurflugvöllur: Hugmyndin virðist vera sú að minna fólk á ferðalög almennt og til að bæta ímynd flugvallarins; Aðallega til að sýna að flugvöllurinn sé ánægjulegri staður en hann er í raun.

Auglýsingar snúast ekki alltaf um beina markaðssetningu á ákveðinni vöru og ekki alltaf um neytendur. Það má ekki gleyma því að fólk rekur t.d. fyrirtæki og gæti leitað frekar til Mílu en annarra. Ef einhver nefnir nokkra valkosti á stjórnarfundi og Míla er eina fyrirtækið sem stjórnarfólkið hefur heyrt um, þá er ég nokkuð viss um að Míla hefði þar yfirhöndina í umræðunni.

Matti - 13/07/10 16:25 #

Þarf að minna á ferðalög? Mér fannst auglýsingin ekkert minna á ferðalög.

Hver veit, kannski er Míla að fikra sig inn á fyrirtækjamarkað, ég hélt að fólk keypti þessa þjónustu af Símanum.

Matti - 13/07/10 16:25 #

Þarf að minna á ferðalög? Mér fannst auglýsingin ekkert minna á ferðalög.

Hver veit, kannski er Míla að fikra sig inn á fyrirtækjamarkað, ég hélt að fólk keypti þessa þjónustu af Símanum.

Svavar Kjarrval - 13/07/10 16:29 #

Ég horfði nú lítið á HM svo ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessar auglýsingar voru.

En með Keflavíkurflugvöll er nóg að minnast á flugvöllinn til að minna fólk á þau. Stundum þarf ekkert að minnast á ferðalögin sjálf til að koma þeim skilaboðum á framfæri. Ef sýnt var frá búðunum á flugvellinum er vel mögulegt að auglýsingin hafi haft þann tilgang að minna fólk á þær.

Daníel - 15/07/10 12:43 #

Sorry, þetta var fyndið hjá mér á 4ða bjór, var nú bara að djóka!