Örvitinn

Tónleikar tvö kvöld í röð

Fórum á tónleikana í Hljómskálagarðinum í gærkvöldi. Hörður Torfa byrjaði einn og tók nokkur lög, spilaði svo tvö lög með Hjálmum sem kláruðu kvöldið. Ansi skemmtilegt þó mér hafi verið orðið dálítið kalt, fór að heiman á peysunni - fattaði ekki að frábært veður á Íslandi er ekki alveg eins og gott veður í útlöndum! Ég hefði þurft að mæta betur klæddur og með nesti.

tonleikar_hljomskalagardinum.jpg

Í fyrrakvöld fórum við á tónleika með Benna Hemm Hemm og Retro Stefsson á Faktorý bar, þar sem Grand rokk var áður. Þarna var Benni semsagt að spila nýtt efni og Retro Stefsson lék undir. Afskaplega flott og skemmtilegt. Tónleikagestir voru reyndar margir mættir til að kjafta saman sem var skrítið því þeir hefðu alveg eins getað gert það á neðri hæðinni.

Þannig að við nýtum barnleysið til að mæta á ókeypis tónleika. Meira af því takk!

tónlist