Örvitinn

Hjólreiðatúr

Við hjónin skelltum okkur út að hjóla. Fórum ekkert mjög langt en þetta var samt fín ferð, fórum 10km, vorum klukkutíma á ferðinni og hálftíma að dóla okkur. Ég trackaði ferðina með My Tracks forritinu í gemsanum. Hrikalega sniðugt!


View Hjólatúr in a larger map

dagbók
Athugasemdir

Gummi Jóh - 18/07/10 20:31 #

CardioTrainer er yfirburðarforrit fyrir þetta finnst mér. Hætti að nota MyTracks.

Runkeeper er svo vinsælasta svona forritið.

Morten Lange - 18/07/10 20:35 #

Smá öfund út í þessum möguleika í símanum. Það var meiriháttar "dóla-sér" hjólaveður í dag ! Alveg einstök frelsistilfinning sem það gefur að dóla sér á hjóli í góðu veðri.

Birgir Baldursson - 18/07/10 22:54 #

Má ég spyrja hvaða sími þetta er? Ég er að spá í svona Androidsíma, en veit ekki hvað ég á að velja mér.

Einar Örn - 19/07/10 17:13 #

Runkeeper forritið (allavegana á iPhone - líka til á Android) er stórkostleg snilld og vefsíðan þeirra líka þar sem maður getur skoðað allt.

Sé til dæmis af þínu korti að þar vantar stikur fyrir hvern kílómetra og slíkt. Runkeeper er málið.