Örvitinn

Búrkur í hitabylgju

Ég sá ekki mjög margar konur í búrku þegar ég var í París í byrjun mánaðarins. Það vakti samt athygli mína þegar ég sá alklæddar konur í kolsvörtum kufli í óbærilegum hitanum. Karlinn var alltaf léttklæddur og börnin líka.

Þetta vildi hún eflaust! Þetta var hennar frjálsa val, hún kaus þetta vegna þess að trú hennar mælir svo fyrir. Jújú, eflaust líður okkur öllum betur ef við ákveðum að trúa því.

Ég sá bara heimilisofbeldi.

íslam
Athugasemdir

Eva - 20/07/10 14:09 #

Hún kaus þetta á sama hátt og margir hvítir karlar í stjórnunarstöðum ganga í jakkafötum og með hálsbindi (svo þægilegt sem það nú er) og af sömu ástæðu og flest fólk kýs að hylja kynfæri sín á almannafæri. Ekki af því að hún hafi tekið upplýsta ákvörðun um að ganga með búrku, heldur af því að hún er vön því að svona sé þetta bara og það böggar hana ekki nógu mikið til að hún rísi gegn því.

Matti - 20/07/10 14:12 #

það böggar hana ekki nógu mikið til að hún rísi gegn því.

Tja, hefur hún val um að rísa gegn því? Ég er ekki viss. Ég held hún sé kúguð.

Í 35-40° hita og glampandi sól í París get ég varla trúað því að nokkur manneskja kjósi að vera kappklædd. A.m.k. ekki meðan maðurinn og börnin eru léttklædd henni við hlið.

Ég er líka svo skeptískur.

Sindri G - 20/07/10 14:26 #

Þetta er a.m.k. góð vörn gegn sólbruna.

Mummi - 20/07/10 17:16 #

Þetta væri skárra án þess að vera gott ef þessir ræflar gætu þó valið að fara í hvítan huliðsslopp í hitanum. Kúgun virkar hins vegar ekkert vel ef viðkomandi líður of vel með kúgunina.

Erna Magnúsdóttir - 20/07/10 21:30 #

Tyrknesk vinkona mín sem er alin upp í Frakklandi segir mér að í meirihluta tilvika séu þetta pólitísk statement hjá konum sem kjósa að klæða sig svona í Frakklandi. Máið er mun víðara en bara hvað varðar kven-frelsi.

Matti - 20/07/10 21:57 #

Ég skal trúa því að það gildi um slæður, en búrkur í hitabylgju. Það finnst mér ótrúlegt.

María - 21/07/10 11:04 #

Ég held einmitt að sumir klæði af sér hitann í mjög heitum löndum. Langar að prufa það, ég er ekki viss um að það sé verra.

Ágætis punktur hjá Evu. Það eru sennilega til fullt af dæmum úr okkar eigin menningu sem gætu flokkast undir kúgun. Varstu búinn að skrifa eitthvað um bönn við búrkum?

Matti - 21/07/10 11:19 #

Ég held það sé engin spurning að í okkar menningu séu mörg dæmi um kúgun - en við berjumst gegn henni.

Aftur á móti virðumst við ekki berjast gegn kúgun annarra að sama skapi.

Ég hef voðalega lítið skrifað um bönn við búrkum, nema þegar ég spáði í því hvort það væri ekki svipað og bann við nektardansi eða vændi.

Matti - 21/07/10 13:29 #

..og ef þetta er gott í hitanum, af hverju eru karlarnir og börnin aldrei kappklædd?

María - 21/07/10 22:08 #

Af því bara.

Bara að benda á það að vera dúðaður í 40° hita er e.t.v. ekki eins hræðilegt og það lítur út fyrir að vera.

Ásgeir - 22/07/10 14:05 #

Ég efast um að það sé hægt að klæða af sér hita eins og fólk segir, ef maður myndi einangra sig alveg frá umhverfinu, eins og hugmyndin virðist vera, þá myndi líkaminn hitna af sjálfum sér, þ.e. vegna brennslu og manni yrði fljótt mjög heitt vegna þess.

Baldvin - 22/07/10 14:57 #

Ja, fólk einangrar sig gegn kulda. Ef lofthitinn er orðinn hærri en líkamshitinn get ég alveg séð fyrir mér að einangrun hægi á hækkun líkamshita.

En ég er svosem enginn sérfræðingur.

Morten Lange - 01/08/10 14:14 #

Einhvers staðar hef ég heyrt að dökkar, stórar flíkur kunna að setja upp einhvers konar loftflæði innan um klæðin þegar sólin skini á þau. En reyndar þá mundi maður halda að til þess þyrfti að vera op að ofanverðu þannig að heita loftið kæmist út (?)