Örvitinn

Endurskírendur og iðrun

Árni Svanur segir frá iðrunarmessu.

Í sögu Evrópu er mikið um ofbeldi og ofsóknir sem tengjast trú og trúarbrögðum. Í iðrunarmessu á heimsþingi Lútherska heimssambandsins í Stuttgart heyrðum við sögur af ofsóknum á hendur endurskírendum og Mennonítum, upplifðum sársaukann með þeim sem þjáðust og fundum sorg yfir ranglæti og misnotkun sem okkar eigin trú hefur ýtt undir. Við stigum skref í átt að samfélagi sem þorir að biðja um fyrirgefningu og þorir að fyrirgefa.

Skrítið hvað sumir kristnir iðrast miðað við hversu duglegir þeir eru að afneita hryllingi í sögu kirkjunnar. Reyndar iðrast þeir með því að halda messu eða ganga smá göngutúr, svo halda þeir áfram að styðjast við og verja af krafti arfleifð þessa hryllings. Halda því jafnvel fram að hryllingurinn sé á einhvern hátt forsenda góðs siðferðis.

Um endurskírendur hefur verið skrifað á Vantrú.

Þrátt fyrir hörð viðurlög og refsingar breiddist regla endurskírenda út um Niðurlönd og svo til Þýskalands. Árið 1529 sammæltust kaþólikkar og mótmælendur um að útrýma þeim. Árið 1531 gaf leiðtogi mótmælenda, Marteinn Lúther, út tilskipun um útrýmingu endurskírenda. Um alla Evrópu var þeim drekkt, þeir brenndir eða afhausaðir ef til þeirra náðist. Aldrei verður vitað með vissu hve margar þúsundir voru drepnar í þessum hreinsunum.

Sönn iðrun væri fólgin í að afsala sér þeim eignum sem kirkjunar komust yfir þegar þær kúguðu fólk um víðan heim, meðal annars á Íslandi. Sönn iðrun felst í einhverju meiru en að segja "afsakið" og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist.

kristni
Athugasemdir

Einar Jón - 23/07/10 16:59 #

En þetta er nákvæmlega svona sem útrásarvíkingar of pólitíkusar hafa "axlað ábyrgð" og "iðrast".

Af hverju ættu prestar að bregða út af vananum?

Arnold - 25/07/10 09:17 #

Einar, ætli útrásarvíkingarnir og pólitíkusarnir séu ekki frekar að fara að fordæmi kirkjunnar en öfugt.