Örvitinn

Ég tekinn í bakaríið

Í nótt sagðist ég vera hræddur. Í kvöld var ég tekinn í rassgatið bakaríið.

Sjaldan hef ég verið afgreiddur jafn rosalega. Ég held ég hætti bara á internetinu, skömm mín er svo mikil.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 26/07/10 22:34 #

  1. Það er allt í lagi að rökræða á netinu. Getur verið góð skemmtun.
  2. Ég hef voðalega lítið rifist við Guðberg Ísleifsson. Bað hann tvisvar um dæmi þegar hann kom með kjánalegar fullyrðingar.
  3. Maðurinn er alveg snarbilaður.
  4. Hrannar Baldursson heimspekingur og mogglingur er á því að Grefill sé gáfaður!

Þórður Ingvarsson - 26/07/10 22:54 #

Jæja, ég náði loksins að kreista úr honum lexíurnar sex:

  1. Passa sig á því hvað maður skrifar/segir við annað fólk á netinu.

  2. Hugsa sig vel um áður en maður ýtir á send (gera tékk).

  3. Muna að maður veit í raun aldrei við hvern maður er að tala ef maður þekkir ekki viðkomandi í raunveruleikanum.

  4. Gera ekki fyrirfram ráð fyrir að aðrir séu meiri asnar en maður sjálfur.

  5. Gera ekki síður ráð fyrir að maður skilji ekki eitthvað sjálfur í stað þess að vera alveg viss um að hinir skilji ekki neitt.

  6. Skilja vel málflutning annarra frá þeirra sjónarhorni áður en maður kemur með sinn. Ekki nóg að heyra. Ekki nóg að hlusta. SKILJA!

Nossnoss.

Matti - 26/07/10 23:01 #

Ein lexían sem ég lærði af honum er að til að fá meiri lestur getur maður endurbirt sömu færslun aftur og aftur svo hún haldist ofarleg á yfirlitum.

Honum þykir það eðlileg hegðun - nema það hafi líka verið djók.

Stefán Már - 26/07/10 23:58 #

Úr fjarska fylgist ég með umræðum um trúarlega mál. Sjálfur guðlaus með öllu. Má til með að þakka þér ötullt starf í þágu efasemdarmanna.

Las því miður yfir þetta leikrit sem borið var á borð af Guðleifi Ísleifssyni. Hann náttúrlega fékk taugaáfall áður þannig að lítið mark er á honum takandi og hans grínfærslum. Held það hafi verið í tengslum við skilnaðinn, eða þegar hann missti Myndbönd mánaðarins. Hvort veit hvað var dýrmætara.

Gamli ritstjórinn á lítið erindi á ritvöllinn og grínfærslur hans eru hvorki broslegar né gamansamanar. Raunar var gaman af því þegar hann hugðist fá Moggabloggara geta til um úrslit í efstu deild í knattspyrnu. Hafði þó ekki erindi sem erfiði. Enda dálítill lúser, blessaður. Hann breytist ekki.

En Beggi, flottur djókur hjá. Sló í gegn. Hver veit nema þú fáir eitthvað starf út á þetta. Ef ekki, þá hefur alla vega Moggabloggið þitt.

Einar Jón - 27/07/10 07:32 #

Þetta minnir mig á félaga minn úr gagnfræðaskóla. Þegar hann var búinn að skíttapa rökræðum og gat ekki bætt neinu við setti hann upp vandlætingarsvip og sagði: "Ég tel mig hafa unnið þessar kappræður."

Það var ekkert hægt að ræða það frekar, öllu var svarað með, "neinei, ég vann", "hættu að röfla, þú ert búinn að tapa" o.s.frv. Snilldar taktík til að halda andlitinu...

Matti - 27/07/10 10:19 #

Guðbergur Ísleifsson í athugasemd á sínu bloggi.

Nú leyfi ég þeim sem eftir eru bara að rasa út en vil spyrja þá fáu sem enn eru að reyna að höggva í mig: Út af hverju haldið þið að aðal "rökræðusnillingar " Vantrúar séu hættir? Hér fyrir ofan ber ég fram mjög alvarlegar ávirðingar á Kristinn Theódórsson til dæmis. Af hverju halda þið pótintátar að hann reynir ekki einu sinni að mótmæla þessum ávirðingum?

Já, hvernig stendur eiginlega á því að menn eru hættir að svara. Hlýtur að vera útaf skömm :-)