Örvitinn

Hurt locker

Sá loks þessa mynd. Þótti hún ansi góð en skil samt ekki að hún hafi tekið Óskarinn.

Horfði á Jarhead í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þessar myndir eru í svipuðum klassa að mínu mati.

Íraksstríðsþema í gangi!

Athugasemdir

Hjörvar Pétursson - 01/08/10 08:44 #

Sá þessar tvær einmitt hvora á eftir annarri um daginn. Þótti þær báðar ágætar fyrir sinn hjálm, en Jarhead samt þematískt áhugaverðari. Og meiri bókmenntir einhvernveginn, Hurt Locker var meira svona bíó.

VARÚÐ SPILLIEFNI!

(Samt fannst mér dálítið flott hjá Bigelow hvernig maður var alltaf rétt búinn að venjast því að það væri kominn leikari með stórt nafn til að spila alvöru rullu í myndinni þegar hann var drepinn.)

Matti - 02/08/10 17:02 #

Það er góður punktur, það er alltaf eitthvað svo skemmtilegt þegar frægu leikararnir drepast í bíómyndum!

Andrés - 02/08/10 22:09 #

Hurt Locker var mjög ofmetin fannst mér.

Sama má reyndar segja um Inception.

Matti - 03/08/10 12:53 #

Ég á eftir að sjá Inception, vil að sem flestir segi að hún sé slök til að draga úr væntingum mínum :-)