Stuttar bloggfærslur
Ég nenni ekki að skrifa lengri færslur með gemsa þó viðmótið virki nokkuð vel og skandinavíska lyklaborðið sé glimrandi fínt. Er þetta ekki temmilegt hvort eð er?
Ég ætti líklega alltaf að blogga með síma, myndi minnka bullið. Annars vantar MovableType forrit fyrir Android.
Athugasemdir
Jóhannes Proppé - 01/08/10 13:18 #
Nú þarftu bara að fara að skíta yfir þjóðina, skálda upp ný orð, þykjast vita meira um mat en faglærðir matreiðslumenn, skrifa þrjá pistla í röð um sama viðfangsefnið og blogga reglulega um hversu æðislegur þú ert og þá ertu kominn með Jónas.