Örvitinn

Ég einhæfur?

Teitur Atlason tók saman stuttan lista þar sem hann líkti nokkrum bloggurum við þungarokkshljómsveitir. Ég á listanum og er borinn saman við metalbandið Sepultura.

Matthías Ásgeirsson: Sepultura. Hraður, metall í gegn, og ógeðslega heiðarlegur. Dulítið einhæfur en algerlega ómissandi.

Um leið og ég þakka lof mótmæli ég :-) Borið saman við flesta bloggara er ég afskaplega langt frá því að vera einhæfur, skrifa um allan andskotann, bæði persónuleg og ópersónuleg mál. Auðvitað skrifa ég oft um svipaða hluti (trúmál og pólitík) en ég hef náttúrulega sterkar skoðanir og umræðan fer því miður í marga hringi. Æi, ok. Ég er kannski dulitið einhæfur, þetta er alltaf saman fjandans kvabbið :-) En ég er þó þokkalega heiðarlegur á blogginu - vona ég.

Ég held það séu ekkert mjög margir sem blogga bæði um prívatlíf og skoðanir sínar á ýmsum málum í dag, Teitur er þó einn þeirra. Margir hafa flutt þetta yfir á Facebook.

Vont þykir mér þó að sjá Teit hlaða Jónas Kristjánsson lofi sem bloggara. Jónas er ekki góður bloggari ef bloggara skyldi kalla. Rætinn lygari sem leyfir ekki athugasemdir og leiðréttir aldrei rangfærslur, nema kannski með því að fjarlægja færslur eða breyta eftirá, játar aldrei upp á sig sök. Vísar nær aldrei á aðra bloggara, stelur bloggfærslum og svo framvegis.

Hann hefur a.m.k. í tvígang logið upp á mig á blogginu. Veit sem er að ég nenni ekki að eltast við flórinn.

Auðvitað hittir sá einhverntímann í mark sem skýtur í allar áttir. Verra er að það er miklu algengara að sárasaklaust fólk verði fyrir "slysaskotum".

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 01/08/10 15:24 #

Svo vil ég vera Pantera: -)

Gurrí - 01/08/10 15:27 #

Hahahahah

Teitur Atlason - 01/08/10 15:35 #

Ég skal lofa þér að vera Pantera. :)

Minnir á rifrildið í Resuar Dogs þegar bófarnir voru að rífast um hver mætti vera Mr Black.

Annars væri gaman að stríða þér og gera þig að Europe eða Def Lepard.

Einar K. - 01/08/10 15:49 #

Þú hefur alltaf minnt mig meira á Ellý Vilhjálms. Silkimjúkur og ljúfur. :)

Jónasi deilum við sömu skoðun á. Leyfum honum að vera Paul Young; eftir að hann missti röddina sem var nú ekki beysin fyrir.

Matti - 01/08/10 16:52 #

Er á þjóðveginum að hlusta á Vulgar display og power!