Örvitinn

Eggjakaka helgarinnar

Eggjakakan sem ég eldað í sumarbústað i í hádeginu í gær innihélt hvítlauk, lauk, papriku (gula og rauða), sveppi, beikon, svínakjöt (afganga frá kvöldinu áður), ost, krydd, aprikósumarmelaði og að sjálfsögðu fullt af eggjum. Steikt á pönnu og panna svo sett undir grillið í ofninum í fáeinar mínútur. Mér þótti þetta helvíti góð eggjakaka.

eggjakaka_verslunarmannahelgar

matur
Athugasemdir

Sindri G - 02/08/10 20:51 #

Hún er mjög girnileg! Örugglega þrusugott.

Arnold - 03/08/10 12:50 #

Lítur samt soldið út eins og gubbið sem ég sá fyrir utan Staðarskála í morgun. En það er sennilega bara af því ég er svo ný búinn að sjá gubbið. Eftir nokkra daga finnst mér þetta örugglega hin girnilegasta eggjakaka :)

Matti - 03/08/10 12:51 #

Djöfull hefur það verið myndarlegt gubb :-)

Arnold - 03/08/10 13:00 #

Já það var þykkt og vænt. Sennilega einhver að koma af "Einni með öllu" Akureyri og maginn ekki kominn í lag eftir sukkið. Veitingarnar úr Staðarskála hafa ekki hangið í belgnum nema 2-3 metra út fyrir innganginn þar sem þær hafa leitað uppgöngu. Gubbið myndaði einmitt hringlaga form á stærð við 12" pizzu. Minnti mig líka á pizzuna sem ég át á Bautanum í gærkvöld :)

Tek fram að ég átti ekki þetta gubb :)

Matti - 03/08/10 14:23 #

Tókstu ekki myndir? ;-)

Arnold - 03/08/10 22:23 #

Nei, en ég sé það núna að það hefði verið gaman að eiga mynd :)