Örvitinn

Þöggun og ofbeldi

blog.is stundar svæsna og algjörlega ólöglega ritskoðun til að þagga niður í einstaklingum með ofbeldi. #

Skrifar Guðbergur Ísleifsson í bloggfærslu á lánsbloggi eftir að lokað var á hann á moggabloggi. Sú lokun var algjörlega eðlileg enda hafði Guðbergur gengið ákaflega langt í skrifum sínum síðustu daga.

Ég prófaði að skrifa stutta athugasemd í gærkvöldi, þetta var niðurstaðan.

Höfundur hefur enn ekki samþykkt athugasemdina. Svæsin og ólögleg ritskoðun, þöggun og ofbeldi?

Ýmislegt
Athugasemdir

Þórhallur "Laddi" Helgason - 03/08/10 09:59 #

Nei, nei, alls ekki. Það virkar nefnilega aldrei í báðar áttir hjá svona kónum... ;)

Matti - 03/08/10 10:31 #

Akkúrat :-)

Svavar Kjarrval - 03/08/10 12:08 #

Ég skrifaði stutta athugasemd á bloggi Kristins um sama mál í nótt en svarið hans var á þá leið að athugasemdin mín væri heimskuleg.

Svo ég er sammála þér, Matti, hann er hræsnari.

Matti - 03/08/10 12:52 #

Mér fannst afskaplega fyndið að sjá að hann ritskoðar (saklausar) athugasemdir - gengur þvert á þetta væl hans.

Matti - 03/08/10 14:25 #

Í vefloggum mínum lítur út eins og einhver sé að senda inn athugasemd(ir) við þessa færslu en ekkert skilar sér, hvorki hér né í spamlistann í bloggkerfinu.

Þetta var bara Svavar að refresha færsluna.

Ég vil bara leggja áherslu á að hér er allt galopið - upp að vissu marki!