Örvitinn

Hvað er kristindómurinn?

Kristindómurinn nær út fyrir það mannlega, siðlega, veraldlega. Kristindómurinn byggir á kraftaverki, byggir á því að utanaðkomandi vald, afl, hreyfiafl, hefur áhrif á heiminn, eitthvert afl sem er hvort tveggja í senn ekki hluti af heiminum en um leið í heiminum miðjum. Þetta afl sem kennt er við kærleikann og við þekkjum undir hugtakinu Guð. #

Þá er spurningin bara hversu margir trúa á þennan kristindóm. Rétt á undan talar Árni Svanur Þorvaldur Víðisson um upprisuna.

Upprisan boðar okkur það að ávallt er möguleiki á því að nýtt verði til, ávallt er möguleiki á því að úr leysist, að hið góða sigri að lokum. Nýjar leiðir opnist, að úr rætist. Upprisan fjallar um von inn í vonlausan heim.

Án þess kjarna kristindómsins er einungis um fagran og góðan siðaboðskap að ræða. En kristindómurinn er meira en það.

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 03/08/10 16:49 #

Þetta er ekki Árni Svanur ;)

En það er merkilegt að á hátíðarstundum tala prestar um að það þurfi að trúa á upprisuna til þess að teljast kristinn, en þegar það er rætt um trúboð í skólum eða aðskilnað ríkis og kirkju, þá eru kröfurnar svo litlar að jafnvel ég og þú teljumst vera kristnir.

Matti - 03/08/10 17:18 #

Oh, ég horfði á myndina á forsíðu og ruglaði þeim saman :-)

spritti - 04/08/10 09:23 #

Ég held að það sé líka flest í þessu sem við erum að reyna að skilja stúdera sé hreinlega ofar okkar skilning og sé þá best að reyna að vita og skilja sem minnst.