Örvitinn

Djöfull er ég brjálaður

Nei, ég segi bara svona. Ég er ekkert brjálaður. Þvert á móti, þá er ég þokkalega sáttur.

Var reyndar kallaður úr kennslustund í dag en það var bara til að spyrja mig hvort ég kynni ekki allt efni námskeiðsins þar sem stöðuprófið kom nokkuð vel út. Ég tel mig nú vera að læra ansi mikið og stöðuprófið gefi ekki alveg rétta mynd. Já, ég er semsagt á undirbúningsnámskeiði í stærðfræði hjá Endurmenntun þessa dagana, eftir vinnu alla virka daga í tvær vikur.

Gyða er að elda risotto alein í fyrsta skipti. Fékk kannski smá ráð frá mér.

Reikningurinn frá spítalanum í Brussel var að berast, heildarupphæð er 98.85 Evrur, þar af borgaði ég 50 þegar ég mætti. Ég á eftir að díla við Sjúkratrygginar. Reikningurinn og öll fylgiskjöl eru á frönsku, ég skil varla orð. Ósjúkratryggðir borga helmingi meira fyrir að mæta á bráðamóttökuna hér á landi þannig að Gyðu þykir þetta vel sloppið. Ég fór á spítala til að láta draga kanínubeinflís úr hálsinum á mér.

Ég á víst að hætta þessu bulli og drífa mig í að leggja á borð. Best ég geri það.

dagbók
Athugasemdir

Jón Frímann - 10/08/10 20:05 #

Ef að þú ert með samevrópska sjúkrakortið, þá borgaru bara það sama og íbúar Belgíu.

Matti - 10/08/10 20:09 #

Ég veit allt um það, konan mín er sérfræðingur í þessum málum. Aftur á móti er ég ekki vanur því að ganga um með það kort. Sæki mér slíkt áður en ég fer næst út.

Tinna - 11/08/10 09:36 #

Pfft. Þetta Evrópska sjúkrakort kom nú ekki í veg fyrir að ég fengi sendan reikning upp á rúmlega 120 þúsund fyrir þessa einu nótt sem ég eyddi á frönskum spítala í fyrra...