Örvitinn

Sá loks Inception

Fórum í Kringlubíó í gær og sáum Inception í troðfullum sal númer 2.

Ég var óskaplega hrifinn af þessari mynd, þótti hún frábær. Var búinn að heyra allskonar lýsingar, sumir héldu ekki vatni meðan öðrum þótti hún ekkert spes. Mér fannst þetta mögnuð upplifun.

Það er eitthvað svo skemmtilegt að sjá bíómynd sem gengur upp þó forsendur hennar séu náttúrulega algjört rugl. Það skiptir engu máli þegar sagan er vel skrifuð og útfærð.

Ég get samt alveg skilið af hverju mörgum þykir Inception ekkert sérstök, jafnvel léleg.

kvikmyndir
Athugasemdir

Þórður Ingvarsson - 12/08/10 15:55 #

Fór á hana um daginn. Fannst hún vera alveg stórkostlega allt í lagi. Svakalega flott tekin, gríðarlega flott visjúals, góð tónlist og flottir leikarar. En ég varð ekkert agndofa, ekki fannst mér plottið valda andarteppu af frumlegheitum.

En engu síður, þrátt fyrir hæpið, þá er þetta fín hasarmynd. Finnst hún bara ekki eiga skilið þetta oflof sem hún er búin að vera fá - meðalgreindir mannapar sem telja sig gáfumenni því þau "fatta" plottið, úúú... draumur í draumi í draumi í draumi að dreyma um að vera mynd.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 12/08/10 16:56 #

Jamm, frábær mynd. Það var samt eitt atriði sem fór svakalega í taugarnar á mér. Stigaatriðið á hótelinu, þar sem hann labbar niður og upp stigan...og segir síðan: "Paradox". Svona til að minna áhorfendurnar á dót sem var búið að útskýra, vantaði bara að láta hann horfa beint framan í myndavélina og blikka þegar hann sagði þetta.

Matti - 13/08/10 08:42 #

Já, það var aulalegt atriði.

Auðvitað eru pælingarnar ekkert rosalega djúpar, þó unglingarnir fyrir aftan mig hafi verið sokknir í miklar pælingar þegar þeir gengu út, en myndin er skemmtileg og draumar í draumum gefa kost á skemmtilegu plotti.

Einar Jón - 19/08/10 17:06 #

Mér fannst "tótemið" pirrandi. Það var tekið fram að enginn mátti vita hvernig tótem annars mætti virka - en til að fræða áhorfandann vissu allir hvernig tótemið hans Leó virkaði.

Og akkuru þurfti hann að fara til Bandríkjanna - gat hann ekki bara látið Michael Caine koma með helv... krakkana til sín?