Örvitinn

Kjaftæðiskassinn

Fjórar frábærar greinar sem ég hef vísað á frá Facebook síðustu daga

Höfundur bókarinnar Bad Science skrifar m.a. um lýsi:

The bullshit box

Trusting nobody, and as a very boring man, I decided to read some adjudications. Excitingly these are all available in full on the EU website. I can only apologise, but the first thing I typed in was fish oil. Picture this as a long-running pseudoscience soap opera (and they are the best selling food supplement product in the UK, from the global $55bn food supplements market).

Snillingarnir hjá the onion hitta naglann ær alltaf á hausinn. Þessi grein er alltöf sönn, stundum er háð besta gagnrýnin.

If I Hadn't Found Jesus, I'd Feel Pretty Shitty About My Crimes

It was a stroke of unbelievable luck. Here I thought I'd spend the rest of my life agonizing over that night I broke into a random house and methodically tortured all five of its residents, but Jesus was like, "Nah, you're good." He took all those years I expected to wallow in suffocating guilt for having forced a mother to choose the order in which I strangled her children and wiped them away in a jiff.

Er kristni á undanhaldi í Bretlandi?

The slow, whiny death of British Christianity

How did it happen? For centuries, religion was insulated from criticism in Britain. First its opponents were burned, then jailed, then shunned. But once there was a free marketplace of ideas, once people could finally hear both the religious arguments and the rationalist criticisms of them, the religious lost the British people. Their case was too weak, their opposition to divorce and abortion and gay people too cruel, their evidence for their claims non-existent. Once they had to rely on persuasion rather than intimidation, the story of British Christianity came to an end.

Og að lokum grein um trúfólkið sem aðhyllist ekki nein tiltekin trúarbrögð en trúir að sjálfsögð á eitthvað andlegt.

Not religious, but spiritutal

Rather more importantly, I think the "spiritual but not religious" trope completely plays into the idea that religious belief -- excuse me, spiritual belief -- makes you a finer, better person. There's a defensiveness to it: like what the person is really saying is, "I don't attend any religious services or practice any religious practice... but I'm not a bad person. Of course I still feel a connection to God/ the soul. I haven't totally descended to the gutter. What do you take me for?"

efahyggja vísanir
Athugasemdir

Siggeir - 13/08/10 11:41 #

Vá, greinin á Onion er svo góð að það nær ekki nokkurri átt.

Bragi Skaftason - 13/08/10 13:35 #

Mér finnst lýsisgreinin dálítið spes. Er virkilega verið að selja lýsi sem eitthvað heilalyf í Bretlandi? Eina virknin sem ég hef séð almennilegar empírískar upplýsingar um að lýsi virki sem fæðubótaefni er til blóðþynningar. S.s. sem vörn gegn hjarta og æðasjúkdómum. Komust Herbalife sölumenn í þetta og ákváðu að blóþþynning væri ekki nægilega sexí?

Matti - 13/08/10 13:39 #

Já einmitt, þarna er ekki verið að halda því fram að lýsi (fiskiolía) geti ekki verið holl heldur einungis að þessar tilteknu fullyrðingar framleiðanda standist ekki. Lýsið á semsagt að vera ógurlegt heilafæði, er það hugsanlega, en enn hefur ekki verið sýnt fram á það með almennilegum rannsóknum.

Björn Ómarsson - 13/08/10 15:00 #

@Bragi

smá pæling: eru blóðþynnandi áhrif lýsis nauðsinlega svo góð vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum? Er ráðlegt fyrir heilbrigðann einstakling að taka eina skeið af (vægum) blóðþynningarlyfjum á hverjum morgni frá blautu barnsbeini? marspyrsig.

Annars er þessi heila-lýsis tenging svosem ekkert ný hér á landi heldur. Maður sér omega-3 merkingar á öllum anskotanum, og allt útaf vafasömum rannsóknum og vanhæfum vísindafréttamönnum.

En þetta er svoddan heilrænt og náttúrulegt, það hlýtur bara að vera gott!

Ómar Harðarson - 13/08/10 16:48 #

Íslendingar hafa sullað í lýsi um aldir. Það var auðvitað til að nýta fituna, en hana átu Íslendingar helst af öllu ("sjaldan hef ég flotinu neitað") enda orkuríkust. Á seinni árum var reynt að gera lýsið að sérlega hollu efni, eskimóar eiga að fá síður hjartaáföll en aðrir vegna omega fitunnar etc. Þegar saga lýsisdrykkju á Íslandi er gerð upp og landlægir hjartasjúkdómar skoðaðir má sjá að þetta er bara bull og skítur. Það væri nær að skoða erfðaefni hjá eskimóum og bera saman við íslensk.

Það er hins vegar alveg sjálfsagt og óháð þessu að auðvitað á að gera sér mat úr fiskifitunni. Annað er í raun bara sóun. En til að koma lýsi oní mig á árum áður (og raunar enn) þurfti að búa til lygasögur um hversu hollt það er. Bé-essið er semsagt nauðsynlegt til stuðnings vistvænni nýtingu sjávarafurða !

Guðrún - 19/08/10 23:20 #

Ég er á því að dagleg inntaka á lýsi sé okkur holl, en þar með ekki allra meina bót. persónulega finnst mér lýsisperlurnar ekki virka eins vel og lýsið úr flöskum, en ég get svosem ekki staðhæft þetta með einhverjum vísindalegum rannsóknum enda kosta slíkar rannsóknir hundruði milljóna króna. Við flytjum inn alveg helling af bætiefna drasli, og stórfurðulegt að við skulum eyða gjaldeyri í þurrkuð bláber í hylkjum þegar að við getum fengið jafngóð og hugsanlega betri áhrif af því að borða eigin bláber, mér finnst fínt að frysta ber og nota í skyr yfir veturinn. Fiskolía er einnig seld innflutt í hylkjum!

Guðrún - 19/08/10 23:28 #

Hann talar einnig um Cranberry þ.e. trönuberjasafa við blörðuveseni en hann er reyndar mjög ríkur af c-vítamíni, en gamalt ráð til að hindra vöxt baktería í þvagblöðru er einmitt að taka inn stóra skamta af C-vítamíni til að sýra þvagið. Ef að fólki dugar C-vítamín í stað sýklalyfja við blöðrusjúkdómum þá skil ég ekki af hverju það er gagnrýnivert.