Örvitinn

Séra Baldur Kristjánsson um Vantrú

Kirkjan er í vanda og þá er gott að ráðast á sendiboðana í stað þess að líta í eigin barm. Séra Baldur Kristjánsson sendi mér og öðrum í Vantrú hressilegar kveðjur.

Þrasliðið á Vantrú!

Mikið rosalegt raus er inn á Vantrú.is. Að lesa síðuna er eins og að koma inn í menningarkima sem meðlimir hafa ekki hlustað á nema hvorn annan í áratugi. Félagsfræðilega minnir þetta á stúpid sértúarsöfnuð sem gæti einn góðan veðurdag tekið upp á því að elta þrasið á sér til stjarnanna. Þeir liggja yfir skrifum presta þrasa yfir því sem þeir rita og virðast hafa lélegan lesskilning og alls engan húmor, alls ekkert vitsmunalegt svigrúm sem er eitt af einkennum menntaðs fólks og forsenda þess að rökræða skili einhverju sé a.m.k. rökræðunnar virði. Þarna greinirðu milli menntaðrar manneskju og oflátungs sem heldur að hann hafi fundið sannleikann og hangir á honum eins og hundur á spítu eða marhnútur áhandlegg. Vissulega alhæfi ég en alhæfingin er bundin við þá sem móta Vantrúarsíðuna og elta skrif um kirkju og presta eins og geltandi hvolpar.

Nú er ekkert að Vantrú eða guðleysi. Christopher Hitchens er til dæmis einn af mínum uppáhaldshöfundum, rökvís og skemmtilega kaldhæðinn (á síðu Vantrúar er fjallað um hann eins og sértúarsöfnuðir fjalla um trúarleiðtoga sína. Hann er t.d. veikur núna) enda maðurinn þroskaður og vitur. Ég efast um að hann yrði hrifinn af því að vera idol svona gerilesneyddrar klíku sem býr ekki yfir neinum af eðliskostum hans.

Ég hvet fólk til að skoða umfjöllun okkar um Hitchens. Ég leyfi öðrum að dæma hvort þarna er skrifað um hann eins og trúarleiðtoga.

Ekki veit ég hvað kom yfir séra Baldur og skil ekki af hverju hann skrifar um okkur með þessum hætti núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem prestur skrifar eitthvað rotið og ómerkilegt um mig. Alltaf hressandi að fá gusur frá opinberum ríkisstarfsmönnum á launum frá mér :-)

Annars finnst mér þessi klausa bæði fyndin og sorleg komandi frá ríkiskirkjupresti:

Að lesa síðuna er eins og að koma inn í menningarkima sem meðlimir hafa ekki hlustað á nema hvorn annan í áratugi. #

kristni
Athugasemdir

Helgi Briem - 15/08/10 18:30 #

Hvað er þetta líka með presta og að ásaka okkur um húmorsleysi?

Ég skal viðurkenna að sjálfsagt er húmor okkar voða mikill einhver nördascifihúmor sem ekki er allra, en prestar? Aldrei hef ég nokkurn tíma vitað prest með vott af húmor.

Kalli - 15/08/10 19:02 #

Bíddu, tilbiðjum við Hitchens? Ég hélt að Dawkins væri Guð?

Já, og svo ég þurfi ekki að kommenta á Moggablogg vil ég senda Hjalta eitt ^5 fyrir „Svara hverju?“ svarið hans. Made my day.

Jón Frímann - 15/08/10 23:03 #

Þessi maður þykist vera frjálslyndur jafnaðarmaður. Mér sýnist þetta vera bara þröngsýnn skítberi, svona miðað við skrif hans.

Matti - 16/08/10 08:17 #

Æi, það er víst í góðu lagi að drulla yfir og dylgja um vantrúarsinna. A.m.k. finnst Carlosi það :-)