Örvitinn

Á forsíðu Fréttablaðsins

Þessi "frétt" blasti við á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Ég verð að óska ritstjórn blaðsins til hamingju með áfangann. Það hlýtur eitthvað magnað að hafa farið í gegnum huga þess sem ákvað að þetta ætti ekki bara erindi í blaðið heldur á forsíðuna.

frettabladid_tobba.jpg

fjölmiðlar
Athugasemdir

Jenný Anna - 17/08/10 10:06 #

Þetta bjargar deginum. ARG.

Halldór c - 17/08/10 10:14 #

já, manni brá, loksins alvöru fréttir í gúrkutíð - en er þetta ekki annars stolið skúbb frá Eiríki Jónssyni síðan um daginn?

Matti - 17/08/10 10:17 #

Það þykir mér ekki ólíklegt enda vinna Eiríkur og Þorbjörg bæði hjá Séð og heyrt.

Oddur Ólafsson - 17/08/10 10:43 #

Kemur síðan forystugrein um þetta í blaðinu á morgun?

albert - 17/08/10 11:07 #

þessi frétt sýnir á hvaða stigi íslensk fréttamennska er komin? þetta er eins og fréttin um gamla manninn sem keyrði í kringum landið og komst í blöðin fyrir það. Íslenskir fréttamenn eru að komast niður á sama plan og útrásarvíkingarnir í kringum 2007.

Yngvi - 17/08/10 11:47 #

þetta var kornið sem fyllti mælinn hjá mér. Ég hringdi í morgunn og frábað mér fleiri eintök af þessu blaði inná mitt heimili.

spritti - 17/08/10 11:54 #

Rugl og athyglissýki

Baldur - 17/08/10 12:30 #

Þetta er stórmál. Stóra Tobbumálið.