Örvitinn

Morgunblaðið og ríkiskirkjan

Síðustu helgi fletti ég í gegnum mogga síðustu viku í leit að umfjöllum um ríkiskirkjuna þar sem töluverður styr hefur staðið um hana undanfarið. Á mánudag og þriðjudag var fjallað um fjármál kirkjunnar í Morgunblaðinu. Fyrri daginn var nokkuð gagnrýnin umfjöllun þar sem m.a. var vitnað í dómsmálaráðherra sem sagði að kirkjan þyrfti að spara eins og aðrir. Á þriðjudag birtist á leiðarasíðu umfjöllun sem var ansi vilhöll kirkjunni þar sem lögð var áhersla á að ríkið gæti ekki tekið einhliða ákvörðum um niðurskurð hjá kirkjunni.

Alla vikuna var ekki stafkrókur um kynferðismál kirkjunnar í Morgunblaðinu, a.m.k. sá ég ekkert (útiloka ekki að þetta hafi farið framhjá mér en ég leitaði samt nokkuð vel). Samt fjölluðu aðrir miðlar um þau mál í síðustu viku, m.a. að dóttir fyrrum biskups hefði leitað til kirkjunnar útaf málum föður síns.

Í þessari viku er kirkjan byrjuð að senda út fréttatilkynningar með aðstoð almannatengslasérfræðinga (EKH er eflaust á svæðinu) og þá tekur Morgunblaðið við sér og birtir allt sem kirkjan sendir frá sér, gagnrýnislaust.

Morgunblaðið fjallar um ríkiskirkjuna á svipaðan hátt og blaðið fjallar um kvótann eða ESB.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/08/10 12:18 #

Það er nú ekki skrýtið, í ritstjórnarstól Morgunblaðsins situr sá er færði kirkjunni auðinn.

Jenný Anna - 18/08/10 15:27 #

Ég gæti ælt. Best ég geri það. Auðvitað sami grautur í sömu skál.

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur - 18/08/10 15:44 #

Íslenska ríkiskirkjan nýtur ekki trausts stórs hluta þjóðarinnar.

Ríkiskirkjunni hefur mistekist að vera þjóðkirkja.

Ríkiskirkja er tímaskekkja í nútíma fjölmenningarsamfélagi.

Svíar afnámu aldagamalt samband ríkis og kirkju árið 2000. Það tókst ágætlega því allir virðast ánægðir með nýja fyrirkomulagið.

Íslendingar ættu að taka þetta skref sem allra fyrst !!

Það er afar einfalt að skrá sig úr ríkiskirkjunni.

Nauðsynleg eyðublöð fást hér http://www.fmr.is/pages/1037

Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur - 18/08/10 15:46 #

Leggjum Morgunblaðið í eyði !!!

styrmir - 18/08/10 15:47 #

hvada aud faerdi ritsjorinn kirkjunni

styrmir - 18/08/10 15:48 #

Plisssss

Leggjum nidur meiglada sigmunda

Baldur Kristjánsson - 18/08/10 16:14 #

Er nú ekki rétt að aðskilja Moggahatrið og Kirkjuhatrið?! Bkv. baldur

Matti - 18/08/10 22:19 #

Ekki leggja mig í einelti Baldur ;-)

Ég hata Morgunblaðið lítið. Hef meira að segja nokkuð sterkar taugar til blaðsins, bæði gamlar og nýjar.

Aftur á móti hugnast mér núverandi ritstjórnarstefna blaðsins illa.

Þykir þér þetta sem ég bendi á ekki dálítið merkilegt?