Örvitinn

Menningarnótt 2010

Gyða að horfa á flugeldaMenningarnótt 2010 á hundavaði: Mættum í bæinn um eitt og lögðum við Eiríksgötu. Gengum niður í bæ, kíktum á sólina á Austurvelli. Sáum Gunna og Felix í Landsbankanum og ballerínur fyrir framan Hitt húsið. Fórum á Óðinstorg þar sem Gyða hitti norska samstarfskonu sína, sáum norskan (held ég) dúett.

Röltum á Ingólfstorg þar sem við sáum Moses Hightower áður en Ingó og félagar mættu og spiluðu lög úr Buddy Holly sýningu. Næst á Kaffi París þar sem við fengum okkur kakó og te (ég) og skelltum okkur á klósettið. Röltum upp Laugaveginn og vorum að spá í skoðunarferð um Kirkjuhúsið en hættum við, fannst það ekki viðeigandi. Sáum skemmtilegt band fyrir utan gleraugnaverslunina Sjáðu. Röltum í garðveislu hjá Gumma, Kollu og Auði. Þar var dálítið kalt. Grilluðum hamborgara. Diddi mætti með risahundinn sem vakti mikla athygli í bænum. Kíktum eftir mat á Óðinstorg þar sem afmælisbarnið var að spila, knúsuðum hann eftir gigg. Óskaplega eru Retro Stefson skemmtilegir á tónleikum. Eftir það niður í bæ þar sem kíkt var á uppistand í tjaldi á Austurvelli (ég settist á bekk). Næst í Þjóðmenningarhús þar sem Ragnheiður Gröndal og hljómsveit voru að spila í troðfullum sal, Birgir á trommunum. Stóðum fyrir framan stjórnarráðið og horfðum á magnaða flugeldasýningu. Löbbuðum svo upp að Eiríksgötu og sóttum Áróru í vesturbæ áður en við héldum heim.

menning
Athugasemdir

Birgir Baldursson - 23/08/10 21:14 #

Fín mynd af mér þarna! Ég kem aftur og aftur hingað til að virða hana fyrir mér.