Örvitinn

Rannsókn á kirkjunni

Þegar ég var nýkominn til Belgíu í júní gerði lögreglan þar í landi rassíu í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar vegna kynferðisbrota kaþólskra presta. Grunur var um að kirkjan leyndi gögnum um slík brot.

Er ekki ærið tilefni fyrir kynferðisbrotadeild lögreglunnar að gera húsleit hjá biskupsstofu og hjá ýmsum prestum til að ganga úr skugga um að ekki sé verið að fela slík gögn? Þykir það ekki við hæfi? Heldur fólk enn að kirkjan sé heilög og prestar merkilegri en annað fólk?

Ég er viss um að þessi húsleit hefði farið fram fyrir löngu ef um annan aðila væri að ræða. Það er hætt við því að núverandi dómsmálaráðherra myndi aldrei heimila slíka rannsókn, enda er hún yfirlýstur aðdáandi ríkiskirkjunnar.

Það þarf enga nefnd til að skoða kirkjuna, slík nefnd mun ekkert gagnast. Lögreglan þarf ósköp einfaldlega að snúa öllu við hjá þessari stofnun.

Það mun hún aldrei gera vegna þess að það skiptir máli hvort um er að ræða Jón eða séra Jón.

kristni