Örvitinn

Séra Þórhallur Heimisson og níðingarnir

Ég hjó eftir því áðan að í dag er nákvæmlega ár síðan greinin Þórhallur Heimisson og níðingsskapurinn birtist á Vantrú. Greinin var skrifuð eftir að séra Þórhallur skrifaði þessa lofrullu um meðlimi Vantrúar:

Táknmynd ykkar undirstrikar hvílíkir níðingar þið eruð.

Hún er níðingslegur útúrsnúningur á helgasta tákni kristninnar - sýnir vel að þið eruð ekki komnir til að rökræða heldur til að níða niður.

Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert [sic] gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.

Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið.

Það er við hæfi að rifja þetta upp um þessar mundir. Við í Vantrú erum nefnilega níðingarnir í hugarheimi séra Þórhalls. Aldrei hefur séra Þórhallur eða nokkur kollegi hans beðist afsökunar á þessum skrifum eða gefið í skyn að þau hafi verið óviðeigandi.

Talandi um þöggun, af hverju lokaði séra Þórhallur fyrir athugasemdir frá mér, Hjalta og fleiri Vantrúarseggjum? Skiptir öllu máli hver það er sem þaggar? Þórhallur má það en ekki aðrir. Ekki trúa orði af því sem þessu náungi segir, hann er falskur alveg í gegn. Nú er hann einfaldlega á fullu í kirkjupólitík.

aðdáendur kristni vísanir
Athugasemdir

Robert - 23/08/10 20:11 #

Sá skemmtilegasti sem hefur verið á jötunni, held ég sð sé sá sem flæmdur var í land úr Hrísey um árið, ungu konurnar í sókninni voru víst ekkert til í að taka upp siðaboðskapinn,reiddu upp kökukeflin, og út með ósómann,ætluðu ekki að láta fikta neitt við sínar músarholur. Þetta er nú í dag orðinn vinsælasti boðskapur Þjóðkirkjunnar, Ríkissjóður borgar.