Örvitinn

Tékkar í klípu í Krossá

Skarphéðinn Þráinsson birtir flottar myndir og myndbönd á flickr síðu sinni af tékkneskri rútu sem festist í Krossá um helgina.

Ein áhugaverð athugasemd á ljósmyndkeppni varðandi ferðamennsku á Íslandi:

Trukkurinn fluttur inn að vori, fjölmargir túristahópar og allar vistir beint erlendis frá allt sumarið og trukkurinn fluttur til baka um haustið. Tekjur Íslands í algeru lágmarki ef einhverjar.

Getur verið að við séum ekkert að græða neitt sérlega mikið á sumum ferðamönnum? Er þetta að verða spurning um að rukka inn á einhver svæði?

(Séð á ljósmyndakeppni.is)

vísanir
Athugasemdir

Jóhannes Proppé - 24/08/10 11:26 #

Þeir verstu eru þýsku húsbílagamalmennin. Mæta með drekkhlaðinn bíl af niðursuðudósum, rúnta löturhægt um landið og flækjast fyrir, eyða varla nokkurstaðar pening, tæmandi bílkamra þar sem þeim hentar og ganga hérna um eins og þeir eigi pleisið.

Spurðu hvern sem er sem hefur unnið við ferðamennsku.

Valdís - 24/08/10 12:49 #

Ég held að við séum að tapa stórt á sumum. Þegar menn mæta einmitt með trukka fulla af mat, bensín og öllum öðrum vistum og þvælast um hálendið, koma sér í vandræði og svo þurfum við að punga út stórum fjárhæðum til að bjarga þeim. Mér er minnisstæður bíllinn sem þurfti einmitt að draga upp úr pytti á Hveravöllum um árið með töluverðum skemmdum á viðkvæmu landi.

Ég er annars fylgjandi því að fá ferðamenn hingað, vil að sem flestir fái að sjá hvað þetta er fallegt land. Hins vegar er það ekki nema kurteisi að gefa eitthvað aðeins til baka til íbúa landsins.

Matti - 24/08/10 12:56 #

Akkúrat, ég vil endilega fá sem flesta ferðamenn en mér þykir sorglegt ef þeir skilja lítið sem ekkert eftir sig - annað en kostnað.

Erna Magnúsdóttir - 24/08/10 13:13 #

Ég sá þennan bíl uppi í Landmannalaugum í sumar. Greinilega illa breyttur, strompaði líka úr honum, þvílík mengun!