Örvitinn

Leiðari Fréttablaðsins

Mikið er gott að vita hvar Fréttablaðið stendur í málum ríkiskirkjunnar.  Í leiðara blaðsins er ljóst að prestsonurinn mun berjast gegn aðskilnaði ríkis og kirkju þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé og hafi lengi verið fylgjandi því.

Sem rök gegn aðskilnaði telur prestsonurinn upp krossinn í fánanum, sálminn sem við köllum þjóðsöng og kristilega frídaga. Eins og þessi atriði flækji málið á nokkurn hátt. Það gera þau ekki.

Auk þess finnst prestsyninum sem ritstýrir Fréttablaðinu sérstök ástæða til að minnast á að þrátt fyrir að undir 80% þjóðarinnar sé í ríkiskirkjunni sé nú um 90% landsmanna í kristnum söfnuðum. Hann sér aftur á móti enga ástæðu til að nefna að kannanir sýna að rétt rúmlega helmingur þjóðarinnar er kristinn. Rétt um 45% landsmanna trúir grundvallarkenningu kristinnar trúar - því að Jesús Kristur hafi risið upp. En ritstjórinn prestsonurinn "gleymir" því.

Djöfull er frábært að tvö af þremur dagblöðum landsins séu áróðursrit ríkiskirkjunnar. Fowler sé lof fyrir DV.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 28/08/10 13:07 #

Mér finnst bara jákvætt að hann kom eiginlega ekki með nein almennileg rök. Reynir að halda því fram að 62. greinin hafi ekkert með ríkiskirkjuna að gera, heldur sé hún bara "eins konar yfirlýsingu um kristinn siðferðisgrundvöll íslenzka ríkisins". Viltu ekki lesa greinina aftur Ólafur:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.

Þórður Ingvarsson - 28/08/10 13:23 #

Bíddu, má ekki túlka stjórnarskránna einsog það hentar hverjum og einum? Það stendur ekkert um að það sé eitthvað sérstaklega bannað og ég held að þetta sé ein af mínum stjórnarskrárvörðu réttindum!

Arnold Björnsson - 28/08/10 13:53 #

Það er svo magnað að það er sama liðið sem kemur núna fram og gelltir og þegar ríkiskirkjan gerði aðför að Siðmennt um árið. Sömu andlitin, sömu rökin. En það áttar sig ekki á að þessi rök þeirra verða hjákátlegri með hverju árinu sem líður.

Steindór J. Erlingsson - 30/08/10 12:45 #

Forsíða Fréttablaðsins í dag er enn frekari sönnun þess að eftir að ÓÞS tók við við blaðinu hefur það breyst í málsgagn kirkjunnar. Fyrir daga ÓÞS birtust a.m.k. tvær greinar eftir mig á ritstjórnarsíðu Fbl. þar sem ég gagnrýndi ríkiskirkjuna harðlega. Ég dreg í efa að slíkt myndi gerast í dag.

Matti - 30/08/10 13:52 #

Ertu að vísa til sunnudagaskóla-dvd-disksins, sem fjallað er um á forsíðu Fréttablaðsins í dag? Það verður forvitnilegt að skoða þann disk og fjalla um á Vantrú.

Matti - 30/08/10 17:55 #

Sá sem skrifaði þá frétt var (er?) guðfræðinemi.