Örvitinn

Ríkiskirkjuspunavélin komin í gang

Gaman að sjá að ríkiskirkjusinnar eru byrjaðir að stilla saman strengi. Það er svo flókið að aðskilja ríki og kirkju, kirkjan gerir svo margt gott, prestar eru nauðsynlegir úti á landi, kirkjan þarf að fá allar jarðirnar aftur, það þarf að skoða þetta vel, þetta mun taka langan tíma, fólk muni hugsanlega missa frídaga og breyta þurfi þjóðfánanum. Bjánalegasti spurninn (sem ákaflega margir trúa) er sá að ríkiskirkjan haldi niðri trúaröfgum í landinu, að án ríkiskirkju muni trúaröfgamenn vaða uppi. Sú hugmynd stenst enga skoðun.

Allt hugsað til að kæfa málið, hræða fólk frá þessari ákaflega einföldu ákvörðun.

Svo passa klerkar sig á því að láta alltaf eins og engin rök hafi komið fram sem stangast á við þeirra spuna.

Ríki og kirkja verða aðskilin í náinni framtíð. Ég sé ekki hvað getur komið í veg fyrir það (annað en spilling og pólitísk ítök kirkjunnar auk sterkra tengsla hennar við ákveðna fjölmiðla).

pólitík
Athugasemdir

Snaevar - 29/08/10 01:06 #

Er algerlega trúlaus og styð aðskilnað likt og hefur verið gert með góðum árangri í Svíþjóð. En er samt hugsi yfir þessu síðasta sem þér finnst bjánalegast, sem er að ríkiskirkjan haldi niður trúaröfgum í landinu. Sem dæmi má horfa á USA, þar sem engin ein kirkja getur talist þjóðkirkja og þar sem hægt væri að fara í jólamessu, gifta sig og skíra börn en, láta það annars vera að mæta í messu (eins og flestir Íslendingar gera). Hér eru bara mismunandi öfgafullar kirkjur, sem á Íslandi myndu falla í flokk sértrúarsafnaða. Islenska þjóðkirkjan myndi samt auðvitað halda sínu hlutverki áfram sem hin hófsama kirkja fyrir hinn trúlitla almenning þrátt fyrir aðskilnað

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/08/10 02:58 #

Sem dæmi má horfa á USA,...

Snævar, gallinn er að Bandaríkin eru eiginlega afskaplega sérstök þegar kemur að þessu. Löndin með aðskilnað eru miklu fleiri og þau virðast ekki þjást af þessu. Úrúgvæ er frábært dæmi.

Pétur - 29/08/10 11:58 #

Mikið er gott að vita hvar Fréttablaðið...

Skemmtilegt að sjá að Davíð Þór og...

Gaman að sjá að ríkiskirkjusinnar eru...

Ég held þú þurfir aðeins að peppa upp kaldhæðnisorðalagið hjá þér ;-)

Einar Örn - 29/08/10 13:17 #

"fólk muni hugsanlega missa frídaga og breyta þurfi þjóðfánanum"

Hefur einhver í alvöru haldið þessu fram?

Matti - 29/08/10 13:19 #

Já, þetta er meðal þess sem ritstjóri Fréttablaðsins taldi upp í leiðara sínum.

Kristín í París - 29/08/10 18:49 #

Frakkar bera sig ansi vel með aðskilnað ríkis og kirkju. Hér er, samkvæmt minni reynslu, fólk bæði opið og spennt fyrir trúmálum og spyr trúað fólk spjörunum úr eins og ég lenti ítrekað í þegar ég bar kross en um leið vel vakandi og á varðbergi gagnvart trúarofstæki, hvaðan sem það kemur.

Einar Jón - 30/08/10 05:16 #

Eru til einhver dæmi um lönd sem aðskildu ríki og kirkju með slæmum afleiðingum? Er "hvað er það versta sem gæti gerst?" ekki spurningin sem skiptir máli?