Örvitinn

Pressan, Rúv og reffilegur Geir Waage

Pressan spáir í myndatexta við frétta RÚV og spyr hverjum hafi dottið í hug að merkja myndina af honum með þeim hætti. Pressan vísar nátúrulega ekki á frétt Rúv, hana hefðu þeir fundið með einfaldri leit og þá hefðu þeir séð að textinn er ekki lengur yfir myndinni.

Svarið er að það var ég sem merkti myndina með þeim hætti hér á bloggi mínu, hafði áður birt sömu mynd minna skorna í bloggfærslu. Myndina tók ég á fyrirlestri Alister McGrath í Hátíðarsal Háskóla Íslands í september 2008. Fréttastofa RÚV notaði myndina án leyfis. Fyrsta útgáfa fréttarinnar innihélt þennan texta sem sést ef bendillinn er settur yfir myndina í færslu minni.

Birgir Baldursson vísaði á Pressugreinina á Facebook síðu sinni.

fjölmiðlar myndir
Athugasemdir

Kristinn - 31/08/10 21:40 #

Eldri sonur minn er blindur, svo ég hugsa stundum dálítið um hvernig hlutirnir koma út fyrir hann. Á vefsíðum þar sem eru myndir er einmitt mjög mikilvægt fyrir blinda, að ALT textinn sé notaður sæmilega, og "reffilegur Geir Waage" segir töluvert meira en t.d. "mynd af Geir Waage".

Þetta er því ekki aðeins skemmtilegt, heldur þarfaþing fyrir sjónskerta.

Halli - 31/08/10 22:11 #

Á pressunni starfa heiðarlegir menn, þar kunna menn að stela bæði myndum og fréttum án þess að geta uppruna eða spyrja um leyfi. Saævarrrr!