Örvitinn

Trúleysingjar ráðast á syrgjendur

Fossvogskirkjugardur

Öfgatrúmaðurinn Theódór Norðkvist sagði þetta um trúleysingja í athugasemd hjá Svani Sigurbergssyni fyrir stuttu.

Svo er þetta lið ropandi á öllum bloggsíðum og ég hef jafnvel séð þetta slekti ráðast að fólki í sorg. Ekki skrýtið þó Baldur hafi tekið gengið á beinið og rassskellt þá í bloggpósti nýlega. Enda vældu þeir ekki lítið þegar þeir fengu smjörþefinn af þeirri meðferð sem þeir beita aðra stöðugt. #

Þarna vísar hann í skrif séra Baldurs Kristjánssonar um Vantrú.

Mér þóttu þetta ansi ljótar dylgjur um okkur í Vantrú og þó mörgum þyki sjálfsagt að segja allt slæmt um þá sem ekki trúa á gvuði þykir mér það þreytandi. Ég spurði Theódór því út í þetta í athugasemd hjá Svani en fékk ekkert svar.

Í dag spurði ég Theódór aftur út í þetta og þá kom loks svar þessum umræðum). Hann segist hafa verið að vísa til athugasemda doctore* í þessari umræðu. Þar kom Anna Einarsdóttir með innlegg og skrifaði meðal annars:

Til að lifa af barnsmissi er manni nauðsynlegt að trúa því að eitthvað annað og æðra taki við eftir dauðann. Öðruvísi kemst maður ekki í gegnum sorgina.

doctore rökræddi við Önnu með sínum hætti en það eina sem Theódór Norðkvist les úr því er að hann sé að ráðast að fólki í sorg.

Er ég einn um að þykja athugasemd Önnu Einarsdóttur gríðarlega ósmekkleg og ljót í garð þeirra sem ekki trúa á eftirlíf? Nú vil ég ekki á nokkurn hátt gera lítið úr barnsmissi, held að fólk geti ekki upplifað nokkuð verra. Það breytir því ekki að til er fullt af fólki sem trúir ekki á gvuði eða handanlíf. Það er einfaldlega rangt að nauðsynlegt sé að trúa því að eitthvað "æðra takið við eftir dauðann" svo fólk geti komist í gegnum sorgina.

Þetta viðhorf er því miður alltof algengt hjá trúfólki. Þó fólk telji sjálft sig ekki geta höndlað sorg án hindurvitna er ekki þar með sagt að aðrir geti það hugsanlega ekki. Satt að segja hef ég ekkert séð sem bendir til þess að "venjulegt" trúað fólk eigi eitthvað auðveldara með að komast í gengum sorgina heldur en þeir sem ekki trúa. Frægt er að Charles Darwin missti trú sína endanlega þegar Annie dóttir hans dó og sumir telja það áfall hafi haft mikil áhrif á verk hans.

Reyndar eru til kannanir sem benda til þess að öfgatrúmenn eins og Theódór eigi örlítið auðveldara með að höndla missi náinna enda trúa þeir því *í alvörunni að fólk fari á betri stað þegar það deyr. Sú trú gerir það að verkum að þetta fólk getur verið hættulegt umhverfi sínu eins og mörg dæmi eru um.

Þannig að persónulega þykir mér ekkert að því að hinn nafnlausi doctore hafi haldið áfram í þessari tilteknu umræðu þó ég hefði sennilega ekki gert það. Það var Anna sem tengdi barnmissi í umræðuna án tilefnis og það er fáránlegt að ætlast til þess að þá haldi allir kjafti, sérstaklega þegar um er að ræða rætna fullyrðingu um þá sem ekki trúa á gvuði eða handanlíf.

Er eðlilegt að tala um trúleysingja á þann hátt sem Theódór og Anna gera? Á fólk bara að taka svona dylgjum þegjandi? Ég veit það ekki.

Takið einnig eftir að Theódór skrifaði þessi orð um trúleysingja sem ráðast á fólk í sorg - á sama tíma og hann vísar í skrif séra Baldurs Kristjánssonar um Vantrú. Við erum þetta "slekti", við erum "ropandi á öllum bloggsíðum" og við erum þeir sem ráðast á fólk í sorg.

Svo þykist þessi ómerkingur bara vera að tala um doctore.

*Ég veit ekki hver doctore er, veit bara að hann er ekki í Vantrú. Mér þykir hann alveg einstaklega slakur málsvari efahyggju og trúleysis.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 03/09/10 15:28 #

Einhver bjálfi þarna að saka mig um að vera doctore. Ekki hefði ég nenn til að leika þann leik en ef svo væri þá væru rökin töluvert öflugri.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 03/09/10 15:35 #

Þetta minnir mig svolítið á þetta: Furðuleg huggun, þar sem að þáverandi guðfræðinemi og núverandi ríkiskirkjuprestur er að gera grín að grein um sorg vegna missis hjá trúleysingjum

Óli Gneisti - 03/09/10 15:39 #

Voðalega er þetta dapurlegt hjá honum frænda mínum og félögum hans. Carlos kemur ágætlega til varnar og Eva líka. Ég las þetta reyndar ekki í gegn.

Matti - 22/10/10 09:22 #

Svona skrifar Theódór um þessa færslu í athugasemd á moggabloggi.

Hann réðist að mér í bloggi og sakaði mig um rógburð. Síðan hótaði hann að birta blogggrein á sínu eigin bloggi þar sem hann myndi ráðast enn harðar að mér og gerði það. Kallaði mig öfgatrúarmann og sakaði mig um lygar. #

Er þetta rétt og heiðarleg lýsing hjá Theódór?

GH - 23/10/10 13:08 #

Mark Twain missti líka dóttur og trúna í kjölfarið. Hann skrifaði hið frábæra verk Bréf frá Jörðu (sem byggt er á handritum sem fundust eftir dauða hans)og hafði mikil áhrif á mig fyrir rúmum 30 árum. Það var eflaust afgreitt af trúuðum sem beiskja og biturð vegna sorgarinnar.