Örvitinn

Framsóknarflokkurinn

Það kemur ekki á óvart að formaður Framsóknarflokksins skrifar grein til varnar ríkiskirkjunni í Morgunblaðið í dag. Það kemur heldur ekki á óvart að greinin er léleg og skautar hjá kjarna málsins.

Það sem kemur á óvart er að til sé fólk sem styður þennan fáránlega stjórnmálaflokk.

pólitík
Athugasemdir

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 04/09/10 18:02 #

Þetta er dáldið sérstök grein. Honum virðist finnast skrýtið hvað málið hefur verið lengi til umræðu í fjölmiðlum. Honum virðist finnast skrýtið að rætt sé um kynferðisbrotin og viðbrögð kirkjunnar manna af miklum þunga en áherslan beinist ekki að kynferðisbrotum almennt. Honum virðist finnast annarleg sjónarmið að baki fréttamatinu. Hann undrast að fjölmiðlar velti fyrir sér áhrifum umræðunnar á skráningu í Þjóðkirkjuna.

"Það var vegna þess að umræðan snerist í raun ekki um stóru spurningarnar og svör við þeim heldur um að halda áfram að berja á kirkjunni."

Æi, segi ég nú bara.

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 04/09/10 18:04 #

Úps.

Kommentið að framan átti ekki við um umræðuna um úrsagnir heldur um þagnarskylduna. Sá eftir á að þetta kom kauðskt út hjá mér.

Óli Gneisti - 04/09/10 19:31 #

Halldór Ásgrímsson reyndi líka að róa á þessi mið á atkvæðaveiðum. Ég efast um að Sigmundi gangi eitthvað betur.

Matti - 04/09/10 20:11 #

Ég vona að hann haldi þessu áfram. Skynsamt fólk hlýtur að hrekjast úr flokknum, sé það þar enn.

Óli Gneisti - 04/09/10 21:10 #

Ég veit ekki hvenær Framsókn hefur næst tækifæri til að losna við Sigmund en mig grunar að margir vilji sparka honum.

Matti - 04/09/10 21:17 #

Greinin er komin á heimasíðu Framsóknarflokksins, svona ef einhver ætlaði að halda því fram að þarna væri einstaklingurinn en ekki formaðurinn að skrifa.

Svanur Már - 04/09/10 21:56 #

Ég las og spurði mig hvort SD væri kominn af kirkjunnar fólki. Er það svo? (Nenni ekki að leggjast í rannsóknarvinnu, s.s. google).

Ef ekki er þetta ansi merkileg grein. Framsókn hefur náttúrlega verið í kyrrstöðu hvað fylgi varðar í nokkuð langan tíma. Er SD að lokka að kristna bændur sem treysta á almættið en misst hafa traust á sínum trausta Framsóknarflokki? Eða er karlabarnð kannski bara að skjóta sig í fótinn, svona vegna þess, að þó það sé vont þá skánar það með tímanum.

Anyhouse.

Ég vona að SD skrifi fleiri og sem flestar greinar og haldi áfram að koma upp í ræðustól á Alþingi og þusa. Þeim mun nær erum við Framsóknarflokkslausu landi.

En.

Af hverju fór hann ekki hina leiðina. Lagði áherslu á, að skoða þyrfti hvort aðskilnaður ríkis og kirkju ætti rétt á sér. Hvort ekki væri tími til endurskoðunar á sem flestum sviðum, og þar með sviði trúmála. Ef svo, hver veit nema ég hefði gengið honum á hönd.

Samt eflaust ekki.

Matti - 05/09/10 12:04 #

Halldór Elías svarar.

Ekkert af þessu var sök fjölmiðlafólks, nú eða almennings, nú eða einstaklinga í Vantrú. Vígðir þjónar kirkjunnar sáu alveg einir og óstuddir um að halda umræðunni gangandi og um að draga úr trausti til kirkjunnar, án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar.