Örvitinn

Guð er ekki þar

Hægt er að hlusta á lagið Kredit af nýútkominni plötu Orra Harðarson á Vantrú.

Þegar hriktir
í stoðunum styrku
og þú stendur
í nóttinni myrku
einn og þráir svar
máttu vita að
guð er ekki þar
ekki frekar en
annars staðar #

Þannig er það.

lag dagsins
Athugasemdir

Daníel - 07/09/10 06:57 #

Tja, þú veit það ekki, þú trúir því að hann sé ekki þar, ekki til. Er til sá smá möguleiki að þú gætir, mögulega, kannski, haft rangt fyrir þér?

Bara svona smá hugleiðing.....

Matti - 07/09/10 09:24 #

Lagið fjallar um persónulegan gvuð sem fólk getur leitað til. Það er ekki nokkur möguleiki á að slíkt fyrirbæri sé til í raun. Enginn. Hugmyndin er til en ekki fyrirbærið. Hvort hugmyndin getur huggað er svo allt önnur umræða.

(Þér er velkomið að nota þetta á glæru Bjarni Randver)

Daníel - 07/09/10 10:10 #

Hmm:

"Það er ekki nokkur möguleiki á að slíkt fyrirbæri sé til í raun. Enginn."

Því miður Matti minn, þá getur þú ekki sagt þetta, ef eitthvað er víst, þá er það að við vitum ekki allt, og skiljum ekki heldur allt. Þú verður að viðurkenna að það sé hugsanlega, mögulega, einhver smá möguleiki á því að þetta sé ekki rétt hjá þér, skilningur þinn getur ekki verið fullkominn um allt, ekki frekar en annara.

Matti - 07/09/10 11:17 #

Nei, ég þarf ekkert að viðurkenna það.

Ég þarf ekki að hafa skilning á öllum fyrirbærum alheimsins til að vita að 2+2 eru 4 og samt segir enginn að ég þykist vita allt þegar ég fullyrði að 2+2 séu einmitt 4 (2 og 4 eru rauntölur).

Daníel - 07/09/10 13:24 #

ok, þú segir það. Þetta er hinsvegar auðvitað ekki það sama þar sem það er hægt að sanna það að 2+2 séu einmitt 4, guð er hvorki hægt að sanna né afsanna.

Þú trúir því ekki að til sé guð, aðrir trúa því að hann sé til. Báðir eru vissir um að þeir hafi rétt fyrir sér. Hvorugur aðilinn getur í raun sannað mál sitt.

Matti - 07/09/10 13:44 #

Einmitt. Þeir sem trúa því að Gvuð (með stóru g-i, við erum að tala um einhvern persónulegan gvuð) sé til geta ekki sannað það.

Þar með er ekki sagt að þeir sem ekki deila þeirri trú þurfi að afsanna tilvist slíks fyrirbæris. þar til sýnt hefur verið fram á tilvist persónulegs gvuðs tel ég einfaldlega að fyrirbærið sé ekki til.

En lagið hans Orra er fínt.