Örvitinn

Nærsamfélagið - biskupsstofuskilgreining

Rakst á orðabók biskupsstofu sem var rækilega merkt sem trúnaðarmál. Ætla þó að deila þessari skilgreiningu með ykkur.

Nærsamfélagið: Hagsmunir ríkiskirkjunnar á hverju svæði. Inniheldur ekki trúleysingja eða þá sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Ef ríkiskirkjan á svæðinu missir spón úr aski sínum kemur það augljóslega niður á öllu "nærsamfélaginu" því ríkiskirkjan er miðpunktur alls sem er og aðrir geta ekki sinnt því sem hún hefur tekið að sér. Stangast á við "samfélagið" sem er ekki næstum því jafn mikilvægt.

Þar hafið þið það. Nánar má sjá um þetta í aðsendri grein á leiðarasíðu Fréttablaðsins í dag. Þess má geta að á sama tíma og greinar ríkiskirkjufólks, guðfræðinema og annarra trúmanna streyma á síður Fréttablaðsins er greinum trúleysingja stungið undir stól. Leiðarar annarar en prestsonarins og fastir dálkar hafa þó stundum verið góðir.

dylgjublogg