Örvitinn

Glæsilegur stjörnufræðivefur

stjornuskodun.jpg

Strákarnir á bak stjornuskodun.is eru búnir að uppfæra síðuna sem er alveg sérlega glæsileg. Virkilega vel upp sett, aðgengileg og flott síða. Hugsanlega ein flottasta vefsíða landsins þegar innihald og útlit eru tekin saman. Það sést að leitað var til fagmanna í vefuppsetningu.

Mæli með því að fólk skoði stjornuskodun.is og bendi krökkunum á hana.

vísanir vísindi
Athugasemdir

Daníel - 14/09/10 09:22 #

Datt í hug að þið vonlausu guðlausu trúleysingjar gætuð haft gaman af þessu:

http://www.wulffmorgenthaler.com/

Gummi Jóh - 14/09/10 14:36 #

Android notendur ættu svo að ná í Google Sky Map ekki seinna en strax.

Matti - 14/09/10 14:38 #

Það var eitt af fyrstu forritunum sem ég setti upp þegar ég fékk símann aftur í gær. Ótrúlega flott.

Gummi Jóh - 14/09/10 15:57 #

Settu svo upp AppBrain appið og Fast Web Installer.

Getur þá skoðað Android Market á appbrain.com í tölvunni þinni, ýtt á install og fyrir eitthvað kraftaverk byrjar síminn að downloada því sem þú valdir.

Getur svo deilt listanum yfir apps sem þú ert með og Appbrain lætur þig vita af öllum uppfærslum. Eitt besta appið í dag.

Pétur Björgvin - 15/09/10 21:08 #

Takk fyrir þessa ábendingu, verulega fín síða!