Örvitinn

Stemming í morguntraffíkinni

Gatnamót Sæbrautar og SkeiðarvogiÞegar ég og Áróra Ósk ókum Sæbraut á leið í skóla í morgun varð ég vitni að áhugaverðu atviki. Þar sem við ókum framhjá fráreininni að Skeiðarvogi skömmu fyrir átta sá ég að ungur skeggjaður maður sem beið á beygjuljósi steig út úr bíl. Þetta þótti mér forvitnilegt og fylgdist með í baksýnisspegli. Sá manninn ganga að bílnum fyrir framan, rífa upp bílstjórahurðina, öskra hressilega á bílstjórann og skella hurðinni aftur með látum.

Fín stemming. Ekkert "góðan daginn" í gangi þarna.

dagbók
Athugasemdir

Kristín í París - 16/09/10 11:03 #

Noh, bara Parísarstemning í Reykjavík:)

Jóhannes Proppé - 16/09/10 11:04 #

Var þetta nokkuð Þórður ritstjóri?

Matti - 16/09/10 11:06 #

Nei, Þórður hefði bara bloggað um málið (sem er miklu miklu verra).

Er stemmingin svona í París? Ég hef aldrei séð þetta áður í Reykjavík :-)

Kristín í París - 16/09/10 12:19 #

Já, þetta gerist alloft í París. Alltaf jafnspennandi og skemmtilegt fyrir gangandi vegfarendur að sjá bílabjánana missa sig;)

hildigunnur - 16/09/10 12:36 #

hah, vá! væntanlega hefur þessi aftari ætlað „líka“ að ná beygjuljósinu...

Siggeir F. Ævarsson - 16/09/10 13:13 #

Þar sem að skeggjaðir ungir menn eru ekki margir á Íslandi er rétt að taka það fram að þessi maður var ekki ég :)

Þórður Ingvarsson - 16/09/10 15:35 #

Já, svona til að fyrirbyggja akademískar vangaveltur fræðimanna, þá er ég semsagt ekki með skegg.

Sirrý - 16/09/10 16:37 #

Þegar ég ok miklubrautina í morgun á leið í skólan þá var bill fyrir framan mig og úr bílnum fyrir framan hann kom einmitt skeggjaður ungur maður og hjóp aftur fyrir bílin fyrir aftan opnaði skottið á honum og hjóp svo aftur í bilinn sinn og keyrði af stað. Ung stúlka í bílnum hjóp svo út og lokaði skottinu og keyrði síðan áfram haha, mér þótti þetta mjög undarlegt athæfi. Skildu skeggjaðir ungir menn hafa fengið það hlutverk að rugla í öku mönnum í dag.

baddi - 18/09/10 08:36 #

Ég hef nú lent í þessu. Einhver verulega upptrekktur gaur snemma á laugardagsmorgni öskraði á mig að ég hefði svinað á sig. ég öskraði bara á móti, enda erfitt að svína á einhvern á tvíbreiðri Snorrabrautinni.