Örvitinn

Bull í bítið

Mæli með grein dagsins á Vantrú.

Kuklvæðing Bylgjunnar

Síðustu tvo þriðjudaga í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið, hefur verið tekið á móti Ingibjörgu nokkurri Sigfúsdóttur til að tala um heilsuráðin á Heilsuhringurinn.is. Á þeim vef eru svokallaðar óhefðbundnar lækningar af ýmsu tagi reifaðar og látið vel af nánast öllu sem fólki hefur dottið í hug í þeim efnum. Af einhverjum ástæðum virðist þáttarstjórnendum á Bylgjunni þykja mikilvægt að ota þessum upplýsingum að hlustendum, hversu vafasöm sem heilsuráðin kunna að vera.

Ég heyrði fyrri þáttinn og var dálítið hissa, þetta var kynnt til sögunnar eins og um alvöru heilsuráðgjöf væri að ræða - ekki kukl. Svo kemur í ljós að þetta er bara bull.

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Heimi og kó, hélt þau væru betri en þetta.

Uppfært: Loka fyrir athugasemdir hér, ef þið hafið eitthvað um efnið að segja skrifið þá endilega athugasemd við greinina á Vantrú.

efahyggja fjölmiðlar vísanir