Örvitinn

Ríka fólkið og skattarnir

Á fundi SA um daginn kom víst fram hjá endurskoðanda að stórefnaðir íslendingar séu farnir að flýja með eigur sínar til útlanda. Ég hélt reyndar að það væru gjaldeyrishöft hér á landi þannig að ég skil ekki alveg hvernig það á að virka, kannski er það bara að flytja lögheimili sitt. Það er aftur á móti aukaatriði.

Hér er hins vegar einföld tillaga.

Takið saman lista yfir þetta fólk og birtið hann opinberlega. Hvaða fólk er þetta, hvernig efnaðist það, hverra manna er það og svo framvegis. Ef hópur ríkra íslendinga er að færa eigur sínar eða lögheimili til útlanda til að komast hjá því að greiða skatta skulum við einfaldlega ræða hverjir það eru.

Ég held að þetta fólk hljóti að skammast sín dálítið - ef það kann það þá.

Hér fjallar Bill Maher um ríka fólki í Bandaríkjunum sem vælir undan skattpíningu.

pólitík