Örvitinn

Stoppaðir á Breiðholtsbrú

Lögreglan hafði stoppað þennan bíl á Breiðholtsbrú um hálf fimm í dag og var að leita á bilstjóra og farþega. Þegar ég kom að ljósunum var seinni lögreglubíllinn að koma að, lagði fyrir framan þennan bíl.

handtaka_breidholtsbru.jpg

Er eitthvað um þetta í fréttum?

dagbók
Athugasemdir

Skorrdal - 26/09/10 06:04 #

Neibbs. Ekki baun. Enda má löggan allt, ef þú spyrð - og blaðamenn þora ekki að gagnrýna neitt að ráði, það hafa þeir sagt mér sjálfir nokkrir, því það skapar erfiðleika í samskiptum milli lögreglunnar og blaðamannanna. En þeir vita af þesssu, trúðu mér - en þegja yfir því.

hildigunnur - 26/09/10 22:00 #

Það þarf ekkert að vera óeðlilegt við að það séu ekki fréttir af þessu, ég hef alveg nokkrum sinnum orðið vör við svona stopp, þá er fíkniefnadeildin að tékka á „sínum mönnum“ gera leitir í bílum og fleira (vonandi með ástæðu í hvert sinn). Þarf ekkert að enda í blöðum í hvert skipti, á ekki neitt erindi þangað.

Matti - 26/09/10 22:03 #

Ég átti svosem ekki von á því að þetta myndi rata í fjölmiðla. Mér þótti þetta bara ansi áberandi þarna á Breiðholtsbrúnni.

Matti - 28/09/10 12:38 #

Sennilega ekki fyrst það verið að auglýsa eftir þeim bíl í gær :-)