Örvitinn

Fréttablaðið birtir ekki greinar trúleysingja

Prestsonurinn sem ritstýrir Fréttablaðinu situr á greinum sem henta ekki ríkiskirkjunni. Nú síðast birti hann ekki grein Jóhanns Björnssonar um Borgaralega fermingu á Norðurlandi. Ég veit persónulega um tvær aðrar greinar sem trúleysingjar hafa sent Fréttablaðinu undanfarið en ekki fást birtar þrátt fyrir að tengjast umræðu sem í gangi er í blaðinu. Ein grein hefur þó ratað í blaðið. Hugsanlega var prestsonurinn ekki í vinnunni þá dagana.

Á sama tíma mega krúttlegu presthjónin Árni og Kristín varla leysa vind án þess að það endi með pistli sem birtist á leiðarasíðu prestsonarins. Aðrir prestar og guðfræðinemar fá skrif sín birt nær samdægurs í blaðinu án tillits til innihalds (Þessar greinar eru nær undantekningarlaust andlegt sorp, fullar af staðreyndavillum og útúrsnúningum).

Heimildarmenn mínir innan blaðsins segja að töluverðrar óánægju sé farið að gæta hjá mörgum í ritstjórn Fréttablaðsins sem blöskrar víst hve langt prestsonurinn gengur til að vernda hagsmuni ríkiskirkjunnar. Því miður þorir fólk ekki að ræða það opinberlega, enda ræður prestsonurinn öllu. Gerir sér ekki grein fyrir því að það hallar á hann í þessu máli, almenningur styður aðskilnað ríkis og kirkju. Sérstaklega frjálslyndir íslendingar, þeir sömu og eru sammála honum í evrópumálum.

Ég væri forvitinn að vita hvort það sé yfirlýst stefna eigenda Fréttablaðsins að styðja ríkiskirkjuna. Það væri heiðarlegast að fá það upp á borðið, við vitum að það er stefna Morgunblaðsins að vernda kirkjuna.

Það versta er að stundum kvarta ríkiskirkjuprestar útaf fjölmiðlum þegar þeir gerast svo grófir að segja fréttir af kirkjunni.

fjölmiðlar
Athugasemdir

HK Jonsson - 26/09/10 21:21 #

z z z z z z hvað þið eruð nojaðir

Matti - 26/09/10 21:29 #

HK - hvaða "noja"?

Ritstjóri fréttablaðsins er prestsonur. Hann er trúaður. Hann er stuðningsmaður ríkiskirkjunnar. Þetta eru staðreynir.

Undanfarið veit ég um tvær greinar sem trúleysingjar hafa skrifað og sent Fréttablaðinu (grein Jóhanns er sú þriðja). Greinarnar voru báðar svar við aðsendur greinum trúmanna sem birtust í Fréttablaðinu. Fréttablaðið birti ekki svargreinar trúleysingjanna. Það er staðreynd.

Það er einnig staðreynd að prestar og guðfræðingar fá greinar sínar birtar í blaðinu, yfirleitt án tafar.

Í hverju felst það "nojan" eiginlega?

Örn Bárður getur varla kvartað undan RÚV sem útvarpar bæn dagsins á hverjum morgni og messu á hverjum sunnudegi. Jú, Örn Bárður kvartar víst en það er varla mikið að marka það, hann var bara að reyna að beina athygli frá kirkjunni.

Jón Frímann - 26/09/10 23:40 #

Látum reka þennan prestsson með skömm og skít. Hvað er það annars með að þora ekki að tala um hlutina ? Síðast þegar ég gáði þá fara vandamálin alveg örugglega ekki þegar þagað er um þau. Reyndar vill það gjarnan verða að umrædd vandamál versna til mikilla muna þegar þagað er um þau.

Annars kemur það mér ekkert á óvart að menn tengdir kirkjunni hérna á landi skuli ritskoða greinar eins og hérna er gert. Enda er þöggun helsta vopn kirkjunnar gegn gagnrýni og öðru slíku.

Af þessum sökum vil ég að kirkjan verði skorin niður um 100% í næstu fjárlögum ríkisins. Þennan pening væri síðan hægt að spara eða nota til þess að bæta menntun á Íslandi.