Örvitinn

Þessa dagana

Vinnan (100%) og skólinn (~40%) taka töluverðan tíma eins og gera mátti ráð fyrir. Ég diffraði fram yfir miðnætti. Hef dálítið gaman að því. Formlegu málin eru frekar snúin.

Annað mætir afgangi, þar með talið þetta blogg. Einnig stóðréttir næstu helgi. Ég mæti á næsta ári.

dagbók
Athugasemdir

Steindór J. Erlingsson - 28/09/10 11:13 #

Ég sé að þú er að læra stærðfræði. Hluti af hvaða námi er það?

Matti - 28/09/10 12:37 #

Ég er að klára BSc gráðuna í tölvunarfræði í HÍ. Stundaði nám í tölvunarfræði og heimspeki á árunum 1994-1998 en kláraði ekki. Tek fjögur námskeið í vetur og klára loks. Betra er seint en aldrei :-)

Einar Jón - 28/09/10 19:09 #

Eru semsagt engin tímamörk á að klára nám í HÍ?

Matti - 28/09/10 19:56 #

Ef þú hefur náð námskeiði með 5 eða hærra í HÍ úreldist það ekki á 12 árum.

Hvort það séu engin tímamörk veit ég ekkert um. Ég fór bara og ræddi við fólk í tölvunarfræðiskor í vor og fékk þessa niðurstöðu.

Enda veit ég ekki af hverju þessar einingar ættu svosem að úreldast.

Óli Gneisti - 29/09/10 06:50 #

Það eru mjög ólíkar reglur milli deilda um hvernig einingar úreldast.

Matti - 29/09/10 08:24 #

Ég missti tvo kúrsa sem ég hafði náð með lágmarkseinkunn í gamla daga.

Einar Jón - 04/10/10 16:05 #

Mig minnir að í verkfræðinni væri ætlast til að maður kláraði B.S. 6-7 árum eftir fyrstu skráningu í skorina, en það gæti vel verið einhver misskilningur í mér - og eflaust hægt að fá undanþágu þó það sé rétt.

Einar Jón - 04/10/10 16:21 #

Kerfið var öðruvísi fyrir 15 árum. Menn náðu einstökum kúrsum með 4.0 ef meðaleinkunn var nógu góð, en eftir það þurfti að ná 5.0 í hverjum kúrsi til að ná. Árgangarnir sem innrituðust rétt á eftir mér (líklega '99) voru þeir fyrstu í nýja kerfinu. Það kom örugglega fyrir um aldamótin að sumir sem fengu 4-4.5 náðu kúrsinum á meðan aðrir féllu, eftir því hvenær þeir skráðu sig fyrst í HÍ.

Fyrsta innritun ætti að gilda, svo það er skrýtið að þeir detti út núna.

Óli Gneisti - 04/10/10 16:40 #

Ég er nokkuð viss um að fyrsta innritun gildir ekki heldur reglurnar þegar þú endurinnritast.

Matti - 04/10/10 16:52 #

Ég hef gott af því að taka þessa kúrsa aftur :-)