Örvitinn

Séra Þórhallur, englarnir og andstæðingar Krists

Þórhallur Heimisson

Englar hafa oft verið hafðir að háði og spotti þeirra sem eru andstæðingar Krists og kirkju hans.

Kannski er það vegna þess að englar eru annarsvegar fulltrúar hreinleikans og trúarinnar, hins góða og fagra, og um leið þeirra sem geta sér enga björg veitt, barna og smælingja.

Og ekkert vekur meiri fyrirlitningu hinna sem treysta á mátt sinn og megin – og fyrirlíta máttinn sem birtist í veikleika.

Á hinn bóginn birta þeir kraft ljóssins sem myrkrið óttast - og bregst því við af krafti. #

Lesið þetta a.m.k. tvisvar. Ég skal hinkra.

Spáið í fordómunum og hatrinu gagnvart trúleysingjum og efahyggjumönnum sem birtist í þessum texta klerksins. Andstæðingar Krists og kirkju "fyrirlíta" börn og smælinga! Það mætti kalla þetta hatursáróður. Það væri þá ekki í fyrsta skipti hjá Þórhalli.

Séð hjá Hjalta.

Nei, "andstæðingar Krists og kirkju hans" gera væntanlega grín að englum (ef þeir þá gera það) vegna þess að englahugmyndin er kjánaleg og jafnvel hlægileg, eða eins og Hjalti orðar það:

Ástæðan fyrir því að englar eru oft hafðir að háði og spotti er líklega sú að þetta er fáránleg hugmynd sem sýnir hversu ótrúlega trúgjarn viðkomandi er. #

kristni
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 29/09/10 13:53 #

Ríkiskirkjupresturinn Jakob Ágúst gerir athugasemd hjá Þórhalli:

Mér þykir væmnt um að þú skulir halda svona upp á englana. Þeir eru þess maklegir og það gerir okkur svo gott að minnast þeirra; huggun og styrkur. Má ég styrkja verkefnið með því að setja inn linká afrakstur vinnar vinnu í efninu? http://jakob.annall.is/englafraedi/

Þeir virðast trúa þessu og kalla þetta vera "englafræði". Svona eins og álfafræði og draugafræði.

Matti - 29/09/10 13:56 #

Nú, eða guðfræði :-)

Steindór J. Erlingsson - 29/09/10 17:12 #

Ég á bágt með að trúa því að Þórhalli og Jakobi sé alvara. Á Þórhallur ekki að teljast "frjálslyndur" guðfræðingur?

Þórður Ingvarsson - 29/09/10 17:15 #

Ekki lengur. Hann er að færast nær og nær öfgunum - bókstafnum jafnvel - hann virðist trúa þessu öllu saman. Auk þess þolir hann ekkert mótlæti þegar kemur að þessum málum.

Hann er kengþroskaheftur.

Matti - 29/09/10 17:41 #

Þórður þó!

Þórður Ingvarsson - 29/09/10 17:43 #

Æji, fyrirgefðu. Ég meinti:

Hann er fokking kengþroskaheftur fokk.

Þórður Ingvarsson - 29/09/10 17:47 #

Hann fokking er fokking kengfokkingþroskafokkingheftur fokking fokk?

Matti - 30/09/10 10:12 #

Leiða kisan neyddist til að ritskoða þig Þórður. Hún var hrædd um að nefndarmenn myndu nota þetta gegn sér.

Annars er Þórhallur búinn að "svara gagnrýni"

Nú hefur komið í ljós að ég hafði á réttu að standa.

Bæði hafa nokkrir guðleysingjar farið háðulega um þessar vangaveltur á bloggi sínu í dag.

Og svo hef ég fengið óvenju hatursfull bréf aðsend af þessu tilefni -

Þess vegna hef ég ekki opið fyrir athugasemdir lengur- fyrr en ég hef lesið þær yfir - því sumar eru það myrkar sem mér hafa borist að ég vil ekki hafa þær hér.

Hugsið ykkur - af því að ég er að skrifa um hin fornu englafræði!

Sem sýnir að eitthvað er til í þeirri fornu speki að menn sem þola ekki kristna trú geta ekki á heilum sér tekið ef talið berst að englafræðunum gömlu og fallegu - því falleg eru þau hvort sem menn trúa á engla eða ekki.

Maðurinn er keng$%%&!

Tinna - 30/09/10 17:02 #

Já, "englafræðin" eru skemmtileg...

"Seraphim serve as the caretakers of God's throne and continuously shout praises: "Holy, holy, holy is the Lord of hosts. All the earth is filled with His Glory.""

"Cherubim have four faces: one of each a man, an ox, a lion, and an eagle. They have four conjoined wings covered with eyes, and they have ox's feet."

"The Ophanim are unusual looking even compared to the other celestial beings; They appear as a beryl-coloured wheel-within-a-wheel, their rims covered with hundreds of eyes."

Ég sé ekkert skondið við þetta. Að fólki skuli detta í hug að gera grín að englum. Hnuss