Örvitinn

Sveðjugaurinn í Seljahverfi

Skömmu eftir að ég náði að festa svefn klukkan eitt í nótt vaknaði ég við læti fyrir utan. Sá lítið út um svefnherbergisgluggann þannig að ég færði mig yfir í herbergið hennar Kollu. Sá þá mann og konu hnakkrífast fyrir utan blokkina á horni Engjasels og Dalsel (30-40 metra frá okkur). Skömmu síðar fór maðurinn inn í húsið og upp á efstu hæð en konan gekk í burtu.

Andartaki síðar mætti lögreglubíll, fjórir vaskir sveinar skokkuðu upp á efstu hæð og ég glápti áfram, sá meðal annars vasaljós í íbúðinni (af hverju kveikja menn ekki bara ljósin). Annar lögreglubíll ók framhjá síðar og svo kom stór lögreglubíll og þrír eða fjórir lögreglumenn til viðbótar. Maðurinn var leiddur í járnum út í bíl mínútu síðar.

Í morgun sé ég að maðurinn hafði verið að ógna fólki með sveðju. Stanslaus stemming í Seljahverfinu.

dagbók
Athugasemdir

Kalla Lóa Karlsdóttir - 03/10/10 13:53 #

Það er því miður allt í slíkum dúr sem lögreglan sendir frá sér,, sem sagt helmingurinn lygi og hitt ekki satt.

Ari - 03/10/10 20:11 #

Já dreggjar samfélagsins eru í Breiðholtinu, satt er það.

Matti - 03/10/10 20:28 #

Átti þetta að vera fyndið?

Matti - 03/10/10 22:08 #

Ég var nú fyrst að taka eftir því að Eyjan vísar á þessa bloggfæslu með fyrirsögninni Lögreglan að færa í stílinn?

Ég skil ekki alveg hvaðan sú fyrirsögn kemur, ég er alls ekki að halda því fram að sveðja hafi ekki komið við sögu í málinu. Ég geri ráð fyrir að ég hafi bara séð eftirleikinn, enda leið það stuttur tími frá því ég heyrði rifrildi þar til lögreglan mætti á svæðið að útilokað er að hún hafi komið af því tilefni.

Ég botna ekkert í þessari fyrirsögn Eyjunnar en skil aðra athugasemd nú aðeins betur.

Valur B - 04/10/10 08:53 #

Hvað þarf marga lögreglumenn til að handtaka einn mann og hvað þarf marga Hafnfirðinga til að skrúfa eina ljósaperu.

Matti - 04/10/10 09:06 #

Ef maðurinn hefur verið að sveifla stórri sveðju skil ég vel að það þurfi nokkra.