Örvitinn

Ástandið hjá Liverpool

Ástandið hjá Liverpool er orðið svo slæmt að ég vonaði hálfpartinn að liðið myndi ekki jafna í lokin. Vissi að þá myndi stjórinn halda að liðið ætti eitthvað skilið úr leiknum.

Skrifaði athugasemd á Liverpool bloggið.

Vandamálið er ekki það að við töpuðum fyrir Blackpool. Óvænt úrslit geta alltaf átt sér stað í Ensku úrvarlsdeildinni.

Vandamálið er að Blackpool, eins og öll önnur lið sem Liverpool hefur mætt í deildinni á leiktíðinni, var betra liðið. Betra spil, betri vörn, betri taktík. Þetta var ósköp einfaldlega sanngjarn sigur hjá Blackpool og Roy Hodgson er ósköp einfaldlega gríðarlega lélegur knattspyrnustjóri. Taktík hans og uppstilling í þessum leik var alveg jafn barnalegt og annað sem við höfum séð frá honum á þessu tímabili. Ég vorkenni leikmönnum liðsins stundum – en rifja svo upp að þetta er það sem Gerrard og Carragher vildu. Verði þeim að góðu.

Steingrímur Sævarr skrifar um stjórann á Pressuna og ekkert er langt síðan ég lýsti því yfir að Hodgson væri auli. Ég stend við það.

boltinn
Athugasemdir

Gísli Ásgeirsson - 03/10/10 16:55 #

Upp í hugann kemur gamall brandari sem endar á þessa leið: "Ég vildi að ég hefði áhyggjuefnin yðar, fröken Ingibjörg."

Bragi Skaftason - 03/10/10 18:05 #

Sæll Matti

Nú er Roy kominn með verri röð úrslita en Brian Clough náði með Leeds United. Um það var gerð kvikmynd í fullri lengd. Á ekki að fara að losa sig við þennan mann?