Örvitinn

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Vantrú birtir fyrstu frétt sjónvarpsfrétta í kvöld. Ekkert nýtt, mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju nú sem fyrr.

Svo treystir fólk hvorki kirkjunni né biskup. Enda ekki skrítið.

En auðvitað munu prestar, guðfræðingar og guðfræðinemar einfaldlega segja að fólk viti ekkert um málið, það sé ekkert að marka skoðun þess og að aðskilnaður hafi í raun átt sér stað. Kirkjan ræður, ríkið borgar. Fullkominn aðskilnaður.

Hættum þessu rugli og afgreiðum málið. Gerum það líka bara snyrtilega. Segjum upp samningi ríkis og kirkju, hættum að borga. Kirkjan getur svo farið í mál við ríkið ef hún vill fá eitthvað af eigum sínum aftur. Í leiðinni getur kirkjan sýnt fram á að hún hafi eignast þessar eigur með heiðarlegum hætti og fært rök fyrir því að þær eigi ekki að tilheyra þjóðinni allri.

kristni
Athugasemdir

Einar K. - 03/10/10 22:05 #

Dittó.

Birgir Baldursson - 04/10/10 03:16 #

Já, ef þingheimur væri nú ekki alltaf svona ragur.

En þar sem Þjóðkirkjan er ríkisstofnun ætti að vera hægt að leggja hana niður með einu pennastriki og láta eigur hennar ganga til ríkisins. Það eru fordæmi fyrir slíkum gerningum með ríkisstofnanir. Eitt frumvarp og meirihlutasamþykkt - og Þjóðkirkjan er no more.