Örvitinn

Undarleg túlkun Eyjunnar

Í gær skrifaði ég um að ég hefði fylgst með handtöku um nóttina og síðar komist að því að málið hefði snúist að maðurinn hefði ógnað fólki með sveðju.

Ég skyldi ekki alveg athugasemd nr. 2 sem var svona:

Það er því miður allt í slíkum dúr sem lögreglan sendir frá sér,, sem sagt helmingurinn lygi og hitt ekki satt.

Í gærkvöldi sá ég svo að Eyjan hafði vísað á bloggfærslu mína með fyrirsögninni Lögreglan að færa í stílinn?

Það var alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að lögreglan hefði eitthvað verið að færa í stílinn. Ég var einfaldlega að segja frá því sem ég sá og vísaði svo á frétt um málið. Hugsanlega hefði bloggfærsla mín mátt vera skírari - en eyjumenn mættu líka aðeins vanda sig og ekki draga of stórar ályktanir út frá einföldum bloggskrifum. Ef mér hefði þótt lögreglan vera að færa í stílinn hefði ég einfaldlega sagt það. Ef einhver eyjumaður túlkaði skrif mín svo en var ekki viss (fyrst hann notaði spurningamerki) hefði verið einfalt að skrifa athugasemd hjá mér eða senda mér tölvupóst.

Ég sá manninn ekki ógna fólki með sveðju, enda sá ég ekki upphaf atburðarrásar, en mér dettur ekki í hug að lögreglan hafi skáldað upp sögu um það.

fjölmiðlar