Örvitinn

Öskurapar

Öskrandi simpansiPólitískri umræðu á Íslandi er að hluta stjórnað af öskuröpum. Jónasar landsins öskra trekk í trekk en ræða aldrei nokkurn skapaðan hlut.

"Lyklafrumvarp" öskra þau en nenna ekki að ræða nánar og velta fyrir sér kostum og göllum. Öskrað er um "afskriftir hjá fyrirtækjum" og hverslags svívirða það sé að láta almenning blæða meðan auðmenn fá afskriftir en aldrei tekin pása til að ræða málið. Fáránlegar tölur um afskriftir eru settar fram og allir verða brjálaðir - en enginn skoðar raunverulegu tölurnar. "Burt með AGS" öskra aðrir en nenna ekki einu sinni að kynna sér hvað það er sem AGS hefur verið að gera. Ef Stigliz heldur því fram að AGS hafi farið mjúkum höndum um Ísland kýs ég að trúa honum.

Umræður um fjárlög munu stórum hluta fara fram með öskri sérhagsmunahópa, svo er bara spurning hver öskrar hæst.

Margir öskurapar hlusta alls ekki á mótrök, ef þeir blogga eru þeir yfirleitt með lokað fyrir athugasemdir og sjaldan dettur þeim í hug að bregðast við gagnrýni. Því miður hafa öskurapar stundum rétt fyrir sér og draga um leið þá ályktun að þeir hafi alltaf rétt fyrir sér.

Ég er eflaust ósköp mikill öskurapi.

dylgjublogg pólitík
Athugasemdir

Kristinn - 06/10/10 10:23 #

Nokkuð gott dylgjublogg bara.

Nonni - 06/10/10 13:23 #

Ég er mikill öskurapi, en ég er það fyrst og fremst vegna þess að það virkar. Öskur virka. Mér virðist flestir fyrst taka ákvörðun út frá tilfinningum og svo hefst leitin að rökum. Ef rökin finnast ekki, þá er bara öskrað hærra. Ég reyni oftast að forðast það.

Mér finnst í fínu lagi að vera öskurapi, svo lengi sem ég sest niður og ræði hlutina inn á milli.

Nonni - 06/10/10 13:30 #

Svo held ég að væri snjallt fyrir Vilhjálm að fara skrifa undir dulnefni. Hann útskýrir mjög vel, en öskuraparnir eru með litla öskurapa í eyrunum sem öskra "Björgúlfshundur! Fjárfestir! Oj!" og eiga afskaplega erfitt með að heyra nokkuð annað.

Matti - 06/10/10 14:23 #

Það mikilvægasta af öllu er að öskurapar hafi "opið fyrir athugasemdir", þ.e.a.s. að þeir hluti á rök og séu tilbúnir að skipta um skoðun.

Þannig öskurapi vil ég vera.

Þórður Ingvarsson - 07/10/10 00:16 #

Er búinn að vera rembast við að skila ekki inn athugasemdinni "Djöfull ertu fokking kengþroskahefturöskurapi fokk" í allan dag að þú getur barasta ekki trúað því.

Þetta er eflaust einsog fyrir suma að reyna að hætta að reykja. Eða, jafnvel sem ætti að vera þér nærtækara, að sleppa úrslitaleik Liverpool vörsus Manchester United í einhverri bikarkeppninni (Always Tampon Ultra Cup eða eikva) til að fara í jarðaför.

En sem betur fer Matti, sem betur fokking fer, þá gerði ég það ekki.

Þórður er góður strággur já.

Vésteinn Valgarðsson - 07/10/10 13:26 #

Gallinn við rökræðulýðræði að hætti Páls Skúlasonar er að rök geta því miður afar sjaldan trompað völd, og vegna mismunandi (stéttar)hagsmuna hefur fólk mjög mismunandi viðhorf og forsendur. Þess vegna byggir það ekki skoðun sína á rökum, heldur mælir rökin með þeim skoðununum eða hagsmununum sem það þegar hefur. Fyrir vikið eru stjórnmál barátta en ekki rökræða, og því eins gott að öskra bara það sem manni finnst.

Matti - 07/10/10 13:36 #

Ég vona að stjórnlagaþing verði rökræða en ekki barátta. A.m.k. verður opið fyrir athugasemdir þar.