Örvitinn

Jónas mælir af viti

Það þýðir ekki að tuða bara, stundum þarf að hrósa. Jónas Kristjánsson hittir naglann rækilega á höfuðið í einni af færslum dagsins:

Allir segja: Ekki ég

Kostnaður á sjúkrarúm er hærri á Landspítalanum en annars staðar. Það á sér eðlilega skýringu, erfiðustu tilvikin eru þar. Þau eru send suður. Þar eru tæki og sérfræðingar. Óheiðarlegir talsmenn spítala úti á landi nota samt tölurnar til að ljúga. Segja ódýrara að reka spítala í heimabyggð en suður í Reykjavík. Allir keppast nú við að segja við Litlu gulu hænuna: Ekki ég. Hér varð samt hrun og hér er ekki lengur hægt að reka velferð að norrænum hætti. Skiljið þið það ekki? Svo þarf brátt að skera meira, því að ríkið þarf að borga Íbúðalánasjóði tugmilljarða fyrir að gefa eftir af skuldum heimilanna. #

hrós pólitík vísanir
Athugasemdir

Halli - 07/10/10 15:36 #

Já, þetta er rétt hjá honum. Kemur á óvart að sjá málefnalega færslu frá kauða.

En jafnvel biluðustu klukkur segja stundum rétt til um hvað tímanum líður.

Einar Jón - 09/10/10 11:08 #

Jónas minnir meira á Mel Gibson í Conspiracy Theory en bilaða klukku.