Örvitinn

Hroki, þröngsýni og þvermóðska

Matti, ég veit að þú hefur gert upp hug þinn varðandi þetta mál og þér verður ekki haggað sama hvað tautar og raular. Ef ég á að vera alveg hreinskilin finnst mér skrif þín oftast vera yfirfull af hroka, þröngsýni og þvermóðsku. #

Ég sem hef sérstaklega lagt mig fram um að stíga varlega til jarðar þegar ég skrifa um "þetta mál", þ.e. skuldir og afskriftir í kjölfar kreppu. Hef verið að rembast við að skoða málið frá öllum hliðum. Innlegg mitt í umræðuna þar sem þessi ummæli féllu voru einungis þau að vísa á graf sem ég teiknaði í fyrra og tengdist því sem Baldur fjallaði um, sagði ekkert um það efnislega. Eitthvað hlýt ég að hafa pirrað Þórð Magnússon áður fyrst ég fékk þessa gusu yfir mig. Kannast þó ekki við að hafa rökrætt við hann.

Ég er fæ reglulega einhverjar blammeringar yfir mig (þó það endi ekki á glærum í HÍ) og er eiginlega orðinn vanur því. Leiðist samt dálítið þegar ég fæ gagnrýni eins og þessa. Það að ég hafi skoðanir þýðir ekki að ég sé hrokafullur, þröngsýnn eða fullur þvermóðsku. Þeir sem dunda sér við að lesa allar færslur þessa bloggs munu sjá að skoðanir mínar eru ekki heilagar og hafa breyst gegnum tíðina. Þórður Magnússon veit náttúrulega ekkert um það.

aðdáendur