Örvitinn

Kristileg ofbeldishvatning í Fréttablaðinu

Ég get ekki annað en furðað mig á bakþönkum Fréttablaðsins í helgarblaðinu. Þar hvetur hinn afar kristni Davíð Þór Jónsson ítrekað til ofbeldis. Vissulega er hópurinn sem hann er að hvetja til ofbeldis gegn afskaplega fyrirlitlegur, nýnasistar eru hyski - en er lausnin virkilega sú að "berja", "lemja", "buffa", "lumbra", "lemstra", "láta hnefahögg dynja á", "dangla í", "mauka" eða "lúskra" á nýnasistum?

Varðar svona hvatning til ofbeldis ekki við lög?

Er þetta kristilegt? Þarf ég kannski bara að lesa kvæðið í ljósi Krists?

Bakþankar Davíðs Þórs um nýnasista

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Ragnar Þór Pétursson - 17/10/10 11:27 #

Ég held hér sé við hæfi að slaka á, anda með nefinu og reyna að setja hlutina í samhengi.

Hugsjónafólki hættir til að verða húmorslaust.

Matti - 17/10/10 11:29 #

Ok, hvaða samhengi? Er þetta brandari? En þetta er ekkert sérstaklega fyndið!

ps. Ég er ekkert að fríka út :-)

Einar - 17/10/10 11:33 #

Ég er ekki aðdáandi nýnasista, en ég sé því miður ekki húmorinn í þessu. Sérstaklega eftir það sem átti sér stað á mótmælunum þegar einn hópur öfgamanna réðst á annan.

Að heyra hrópin í anarkistunum eftir að þeir höfðu ráðist á fólkið þarna og brennt fánann, "anarchy.. anarchy..."

maður sá fyrir sér aðdáanda man utd að brenna fána liverpool... eða svipað gáfulegt.

ofbeldi á aldrei rétt á sér.

Ásgeir - 17/10/10 11:35 #

Ég er heldur enginn aðdáandi nýnazista, en mér finnst þetta frábært!

Matti - 17/10/10 11:38 #

Þú ert líka siðlaus trúleysingi :-)

HK Jónsson - 17/10/10 11:51 #

Er samasemmerki milli trúleysi og húmorsleysi? Sýnist það.

Matti - 17/10/10 11:55 #

Mikið óskaplega er algengt að ég sé sakaður um húmorsleysi. Ég fer bráðum að trúa þessu!

Vel má vera að þetta eigi að vera fyndið, en mér finnst þetta ekkert sérlega fyndið. Er þetta fyndið af því að þetta rímar?

Er engin leið að ræða þetta efnislega?

Ásgeir - 17/10/10 12:01 #

Hvaða aðdróttanir eru þetta eiginlega? Er ekki komið fram nú þegar eitt dæmi um trúleysingja sem finnst þetta fyndið?

Björn Friðgeir - 17/10/10 12:03 #

Mér finnst þetta alveg laust við húmor. Það er ekki leiðin til að vinna á þesssari hugmyndafræði að berja hana til hlýðni. Ef eitthvað er það eflir svona tal hana. Samlíking við eitthvað annað í heimsmálunum núna? Ætli það sé ekki frekar auðvelt að finna hana...

Þórður Ingvarsson - 17/10/10 12:16 #

Einu sinni var Davíð Þór fyndinn. Ég hætti varla á að halda áfram með þessa athugasemd til að reyna forðast það að vera ásakaður um húmorsleysi. En það væri náttúrulega alvega hlægilegt ef svo væri.

Nonni - 17/10/10 18:46 #

Eins sorglegt og það er virðist mannkynssagan sýna að eina lyfið við fasisma er að berja á honum. Ég er ekki sérlega ofbeldisfús maður en ef þeim er gefinn minnsti séns á að vera í friði, þá vex þeim ásmegin, það hefur sýnt sig í Evrópu.

En annars eru vísurnar hans Davíðs ekki ósvipaðar rímunum sem hann birti í bók sem heitir "Vísur fyrir vonda krakka", og ég held að húmorinn sé soldið sá að ef maður skrifar svona í bundnu máli þá má það. Annars mætti það varla. Mér finnst þetta skondið hjá karlinum.

Svo finnst mér undarlegt að segja að þetta sé kristilegur húmor. Það er hæpið að smætta fólk niður á þennan hátt. Væri það trúleysingjahúmor ef anarkistarnir - sem eru að því er ég best veit, allir vitatrúlausir - hefðu samið þessar vísur?

Tryggvi - 17/10/10 18:47 #

annað hvort er ég eða Davíð búinn að tapa húmornum

Matti - 17/10/10 18:49 #

Nonni, Davíð Þór er afskaplega duglegur að tala um trú sína, t.d. í morgunútvarpinu og bakþönkum sínum. Hann er einnig (að öllum líkindum) verðandi prestur.

Þannig að mér þykir ekki óeðlilegt að minna á kristnina í þessu samhengi.

Ég held að besta leiðin sé að "berja á þeim" með orðum. Gerum grín að þeim, rökkum niður "rök" þeirra. Bendum á hvað þau eru fíflaleg. Púum á nýnasistana. En berjum þau ekki. Ofbeldi og hatur eru þeirra vopn, ekki okkar.

Ásgeir - 17/10/10 21:44 #

Jah, mér finnst þetta fyndið en mér myndi samt seint detta í huga að fara og berja nýnazista í alvörunni. Ég býst við að Davíð sé sama sinnis.

Matti - 17/10/10 21:45 #

Það er samt ekki erfitt að misskilja "hvatningu" hann þannig - eða hvað?

Ásgeir - 17/10/10 22:29 #

Nei, það er líklega rétt. Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af því.